Fyrstu 20 dagar maímánaðar 2016

Lítum á stöðu meðaltala eftir 20. fyrstu daga mánaðarins. Efri hluti töflunnar miðar við 1961 til 1990, en sá neðri við síðustu tíu ár.

1. til 20. maí 2016        
1961-1990mhitivikúrk(mm)prósentþrýstingurviksólskinvik
Reykjavík5,80,27,2231013,31,6104,7-14,9
Stykkishólmur5,11,05,7241014,02,5  
Akureyri5,41,011,91101012,6-0,8  
Dalatangi3,91,254,991    
         
2006-2015mhitivikúrk(mm)prósentþrýstingurviksólskinvik
Reykjavík5,8-0,67,2251013,31,6104,7-52,4
Stykkishólmur5,1-0,15,7231014,01,0  
Akureyri5,40,311,9621012,6-0,9  
Dalatangi3,90,454,960    

Hitinn er rétt yfir meðallagi áranna 1961 til 1990, en rétt neðan meðallags síðustu tíu ára. Úrkoman er mjög lítil í Reykjavík og Stykkishólmi, aðeins fjórðungur meðalúrkomu, sama er hvort tímabilið er miðað við. Hún er líka vel undir meðallagi síðustu tíu ára á Akureyri og Dalatanga (um 60 prósent) - en nærri meðallagi 1961-1990 - maímánuðir síðustu tíu ára virðast hafa verið fremur úrkomusamir norðaustan- og austanlands miðað við það sem var á fyrra (og lengra) tímabilinu. 

Þrýstingurinn er ekki fjarri meðallagi - þarf að líta betur á þrýstinginn eystra (ekki sýndur). Sólskinsstundir í Reykjavík eru færri en í meðalári - sérstaklega sé miðað við síðustu tíu árin. 

Úrkoma til og með 20. maí - minni en áður hefur mælst á sama tíma
     
úrk (mm)eldra áreldra metbyrjarnafn
5,719956,41988Stafholtsey
9,8201212,41995Hítardalur
10,2200716,51997Bláfeldur
4,719688,41978Vatnsskarðshólar
     
7,219979,81990Hjarðarland
5,1201210,31972Írafoss
6,4200510,11995Vogsósar

Á nokkrum stöðvum er úrkoma nú minni en áður hefur mælst sömu daga í maí og sýnir taflan hvaða stöðvar þetta eru. - Rétt að taka fram að líka er leitað að lægri tölum á Loftsölum í Mýrdal - þar var athugað áður en byrjað var í Vatnsskarðshólum 1977 - næst kemst maí 1968 með 8,4 mm þar. 

Mjög lítil úrkoma hefur mælst í Vestmannaeyjum (sjálfvirkar athuganir) - kannski minni en áður hefur fallið þar í maí. En óttalegt ólag hefur verið á þeim mælingum - en svona er kostnaðarvæðingin - algjörlega miskunnarlaus - og stoðar lítt að kveina. Vonandi að eitthvað hressist - en götin eru afleit og æpandi á stað þar sem mælt hefur verið í hátt í 140 ár. 

En þurrkurinn er sum sé óvenjulegastur á syðstu veðurstöðvum landsins - ekki hefur verið lengi mælt í Önundarhorni og í Drangshlíðardal undir Eyjafjöllum - en þar er úrkoma nú minni en 3 mm það sem af er mánuði. - Ákveðið áhyggjuefni fyrir gróður, hlýtur að vera. - Nyrðra er blautara. 

Sjálfvirkar mælingar hafa almennt gengið heldur betur á Siglufirði - alla vega á rigningarhluta ársins. Þar hafa nú komið 152,3 mm í mælinn - og 92,2 mm hafa mælst á Sauðanesvita. Á þremur stöðvum hefur úrkoma dagana 20 verið meiri en áður er þekkt sömu daga mánaðarins. Það er í Bolungarvík, Hnífsdal og á Ásbjarnarstöðum á Vatnsnesi. - Minnugir lesendur hungurdiska muna e.t.v. að evrópureiknimiðstöðin varaði sérstaklega við mikilli úrkomu á þessum slóðum um daginn - réttilega - kom á daginn. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

skyldum við ekki stunda íslenska bjartsíni gróðursetjum pálmatré við suðurströnd íslands auglýsum síðan upp baðströnd norðursins með svarta sanda. hljótum að fá mikkla aðsókn. að gamni sleptu. þettað virðist því miður vera orðin árviss viðburður hvað veldur er erfitt að spá. nú er talað um hlínun ein keníng sem ég hef lesið er að sumarhitinn breitist lítið en veturin verður hlíri. eru merki um slígt. eins finst mér lægðirnar hegða sér skrítilega við grænland. annaðhvort fara þær inn grænlandshaf eða þær skoppa af horni suður fyrir land. hvort lækkun grænladsjökuls sé skýríngin er kanski vont að sjá. meigum við þá búast við votu sumri ef aldið er í hefðirnar

kristinn geir steindórsson briem (IP-tala skráð) 21.5.2016 kl. 10:15

2 Smámynd: Pálmi Freyr Óskarsson

 Mér sýnist úrkomumælarnir séu í lagi á Vestmannaeyjarstöðvunum í þessum maímánuði. Úrkomumælirinn á Sórhöfða virðist mér t.d. að virka vel eftir seinni viðgerð ársins.

Munurinn á stöðvunum í maí er sennilega vegna skúrademba.

Ég legg til að allar gamlar og góðar veðurstöðvar sem lenda í allsjálfvirkni, að það verði tvöfalt kerfi í gangi. Þ.a.s. ef mælitæki bilar þá tekur hitt við. Þá er kannski minna um alvarleg stórgöt á gagnasögu, eins gerðist í vetur í úrkomusögu Stórhöfða.

Pálmi Freyr Óskarsson, 21.5.2016 kl. 16:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • w-blogg200324b
  • w-blogg200324a
  • Slide10
  • Slide9
  • Slide8

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 16
  • Sl. sólarhring: 65
  • Sl. viku: 507
  • Frá upphafi: 2343269

Annað

  • Innlit í dag: 13
  • Innlit sl. viku: 459
  • Gestir í dag: 13
  • IP-tölur í dag: 12

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband