Marshlýindi í veðrahvolfinu

Eins og fram hefur komið í marsyfirliti Veðurstofunnar var hiti hér á landi í mars yfirleitt 1,5 til 3,2 stig ofan meðallags áranna 1961 til 1990. Víða var talsverður eða mikill snjór fram eftir mánuðinum og mikil orka fer í að bræða hann. Almenn hlýindi í veðrahvolfinu skila sér því ekki á vanga alveg eins og best verður á kosið.

w-blogg030416a

Heildregnu línurnar á kortinu sýna meðalhæð 500 hPa-flatarins í mars. Dálitill hæðarhryggur er við Ísland og hagstæð hæðarsveigja á jafnhæðarlínunum við landið. Strikalínur sýna meðalþykkt - en hún mælir hita í neðri hluta veðrahvolfs. Litirnir sýna vik þykktarinnar frá meðallagi áranna 1981 til 2010. 

Vikin eru mest við Norðaustur-Grænland, nærri því 100 metrar. Það samsvarar um það bil 5 stiga hitaviki. Mest er þykktarvikið við landið við Vestfirði - um 70 metrar, það samsvarar um 3,5 stigum. Vik hita í Bolungarvík frá meðallagi áranna 1981 til 2010 var um 2,7 stig. - Um 0,8 stig vantar upp á að þykktarvikin skili sér að fullu til jarðar - það gera þau reyndar nærri því aldrei. - Þumalfingursregla segir okkur að líklegri ágiskun á vik við sjávarmál fáist með því að margfalda þykktarvikið (í metrum) með 0,04 í stað 0,05.

En lítum þá á spá um þykktarvik næstu tíu daga (2. til 12. apríl) - evrópureiknimiðstöðin reiknar.

w-blogg030416c

Hér má sjá að hlýindin færast heldur til vesturs - kuldapollur er norðvestur af Bretlandseyjum - og kuldi yfir Hudsonflóa sprengir litakvarða kortsins. Hita er spáð nærri meðallagi aprílmánaðar hér á landi. Undanfarna daga hefur mikil hryggjarmyndun yfir Grænlandi (eftir viku) legið í loftinu (í spám) - með þá töluverðum breytingum á veðurlagi. En reynslan segir okkur að trúa lítt framtíðarspám um öfgar - og rétt að bíða með að þusa um þær - líkur mestar á að ekkert sérlega markvert verði úr.

Að lokum lítum við á sjávarhitavik marsmánaðar.

w-blogg030416b

Enn er kalt fyrir sunnan land - en fremur hlýtt norðurundan. Þetta mynstur hefur í öllum aðalatriðum verið ríkjandi í rétt rúm tvö ár. - Ekki gætti þess þó á þykktarvikakortinu hér að ofan - sjávarhiti í fjarlægum sveitum hefur ekki alltaf áhrif. - En þessa vikamynsturs gætir trúlega samt í þrýstifari og legu háloftavinda, nú og næstu mánuði - það er erfitt að losna við það. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Torfi Kristján Stefánsson

Talandi um hlýindi í mars í ár má geta þess að síðan hlýskeiðið byrjaði árið 2003 hafa fimm marsmánuðir verið hlýrri en þessi í Reykjavík - og sumir þeirra allt að heilli gráðu hlýrri (síðast 2012).

Veturinn það sem af er á þessu ári hefur svo verið í kaldara lagi. Hann er sá 12. kaldasti á 22 ára tímabili (eða sá 11. hlýjasti!) Ef við reiknum þetta frá aldamótum er hann í 10. sæti af 17, það er sjö kaldari vetrarmánuðir.

Þsð eru nú öll hlýindin - og væri nær að tala um kólnun en hlýnun.

 

Torfi Kristján Stefánsson, 3.4.2016 kl. 20:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Slide10
  • Slide8
  • Slide6
  • Slide5
  • Slide4

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.4.): 44
  • Sl. sólarhring: 125
  • Sl. viku: 1668
  • Frá upphafi: 2349628

Annað

  • Innlit í dag: 39
  • Innlit sl. viku: 1510
  • Gestir í dag: 39
  • IP-tölur í dag: 37

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband