Vetrarhitinn 2015 til 2016

Ritstjóri hungurdiska reynir sem fyrr að reikna landsmeðalhita (í byggð) og bera saman við fyrri tíð. Hér má sjá vetrarhita (desember til mars) á landinu aftur til 1824. Fyrstu áratugir reikninganna eru reyndar harla óvissir - en svo má endurtaka að trúanlegt verði (segir reynslan). 

w-blogg020416

Nýliðin vetur fékk töluna -0,4 stig, 0,1 stigi hlýrri en veturinn í fyrra, -0,7 stigum kaldari en meðalvetur síðustu tíu ára - enda eru þeir mjög hlýir í langtímasamhengi. 

Eins og oft er á myndum sem sýna aðskiljanleg hitameðaltöl á Íslandi er tímabilaskipting mjög áberandi. Einskonar hlýskeið var í gangi fyrir miðja 19. öld, síðan tekur við mjög langt kuldaskeið, það var verst í upphafi og svo aftur á 9. áratug 19. aldar. Langkaldastur var veturinn 1880 til 1881 - við höfum slitið kvarðann til að koma honum fyrir. 

Vetur hlýnuðu snögglega eftir 1920 - (veturinn hlýnaði á undan öðrum árstíðum) og stóðu hlýindin til og með 1964 - hluti vetrar 1965 var reyndar mjög hlýr líka. Ritstjóri hungurdiska man þessi umskipti vel - líka þá von um hlýrri tíð sem kom með vetrunum 1972 og 1973 - og þau stöðugu vonbrigði sem fylgdu síðan því sem virtist ætla að verða endalaust kuldaskeið. Það tók þó enda um síðir - eftir myndinni að dæma virðist það hafa gerst snögglega með vetrinum 2003. Ekki er annað að sjá en að það hlýindaskeið standi enn. 

Enga reglu virðist mega greina í lengd þessara tímabila - þau bara koma og fara eins og þeim sýnist - að leggja einhverjar reglubundnar sveiflur ofan í er tilgangslaust - nema eiga haldbærar skýringar á lager. Núverandi hlýskeið heldur þó enn sínu aðaleinkenni að ekki hefur sést einn einasti kaldur vetur síðan það byrjaði (í 14 ár) - tuttugustualdarhlýskeiðið mikla var langt í frá flekklaust hvað þetta varðar - og nítjándualdarhlýskeiðið með enn meiri hikstum.

En það hlýtur að koma að því - við hljótum að eiga eftir að sjá raunverulega kaldan vetur - þrátt fyrir hlýnandi heim - nema að hlýnunin sú sé enn ískyggilegri en talið hefur verið. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Fylgja ekki vetrarhlýindi áratugasveiflum AMO sveiflunnar? 1920 fór AMO í jákvæðan fasa eftir frostaveturinn mikla og í neikvæðan 1964, með hafísárin og kuldaárið mikla 1979. Svo fer AMO í jákvæðan fasa 1995 og verður þar 10-15 ár í viðbót. Skv. upplýsingum sem maður hefur skoðað á netinu virðist jákvæði AMO fasa hafa toppað sig 2010 og leitnin er niður á við.

Hermundur Sigurðsson (IP-tala skráð) 2.4.2016 kl. 00:13

2 Smámynd: Trausti Jónsson

Alls ekki hefur verið sýnt fram á að AMO eigi sér einhverja reglubundna lotulengd - ekki er hægt að tala um reglu eftir að hafa séð aðeins eina lotu með vissu - eða kannski eina og hálfa. Þar að auki er gallinn sá að þegar AMO var í meintum jákvæðum fasa á 19. öld var sérlega kalt hér á landi - einhver maðkur í mysunni - hafi AMO áhrif hér á landi voru þau því eitthvað allt önnur á 19. öld en þeirri 20. - nema að 19.aldar greining á AMO sé della (ekki veit ég um það).

Stórar sveiflur eru raunverulegar - og þær ná yfir mjög stór svæði, en reglubundnar virðast þær ekki vera.  

Um skort á reglubundnum sveiflum á svæðinu síðustu 200 ár má m.a. lesa í þessari grein:

http://onlinelibrary.wiley.com/doi/10.1029/2010GL044176/full

Trausti Jónsson, 2.4.2016 kl. 01:38

3 identicon

góð grein ég vil reindar miða við jan-apríl.vor birjar í mínu dagatali 1.apríl. en skil vandræði trausta að finna réttar tímasetníngar. sem eru svolítið smeksatriði. en gétur trausti upplýst mig um hver úrkoman var 1.jan - 1.apríl. var hún undir eða fyrir ofan meðaltal. er að eltast við hjátrúna. ætti að vera yfir meðaltali samhvæmt henni. þrátt fyrir ágætan vetur

kristinn geir steindórsson briem (IP-tala skráð) 2.4.2016 kl. 09:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • w-blogg160424b
  • w-blogg160424a
  • w-blogg120424c
  • w-blogg120424b
  • w-blogg120424a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 159
  • Sl. viku: 1752
  • Frá upphafi: 2348630

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 1533
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband