Milli lægða (eitt andartak)

Varla það. Hitamyndin hér að neðan er tekin rétt fyrir kl. 21 á laugardagskvöldi (12. mars). Lægðarsveipur laugardagsillviðrisins er rétt kominn norður af Vestfjörðum - en næsti blikubakki bankar á undan Suðurlandi - og kominn yfir þegar þessi pistill birtist.

w-blogg130316a

Örvar benda hér sitt á hvað (stækkið myndina til að sjá eitthvað betur til). Skemmtilegt kjölfar við Færeyjar (undir hvítustu háskýjunum), Holuhraun hið nýja (mun dekkra - hlýrra - en umhverfið). Gríðarlegar bylgjur og sennilega bylgjubrot við Strandir (þar var ofsaveður um það leyti sem myndin sýnir). Lægðarmiðju má kannski finna á Grænlandssundi - eiginlega orðin að klessu í látunum (önnur miðja - heillegri vestast á myndinni). Éljabönd - samsíða vindátt (vestasta örin) - áhrif frá næstu lægð eru að skipa fylkingum. Og síðan fremsta band nýja blikuskjaldarins rétt undan Suðvesturlandi - þar ryðst háloftavestanröstin til norðurs með látum. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • w-blogg230424
  • Slide10
  • Slide8
  • Slide6
  • Slide5

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 209
  • Sl. sólarhring: 307
  • Sl. viku: 1783
  • Frá upphafi: 2350410

Annað

  • Innlit í dag: 139
  • Innlit sl. viku: 1588
  • Gestir í dag: 134
  • IP-tölur í dag: 133

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband