Kaldur jóladagur (án spurningarmerkis)

Jóladagur varð kaldasti dagur ársins á landinu í heild og kaldastur jóladaga frá 1995 að telja. 

Bráðabirgðareikningar sýna að landsmeðalhiti í byggð var -8,4 stig, en reiknaðist -10,7 stig 1995. Þetta er þriðjikaldasti jóladagur tímabilsins frá 1949, lítillega kaldara var 1985 heldur en nú (auk 1995). Frostið í dag var það mesta á árinu á tæplega helmingi veðurstöðva landsins - þar á meðal í Reykjavík. Þar fór frostið á sjálfvirku stöðinni (sem nú hefur tekið völdin í hitamælingum borgarinnar) í -10,1 stig, en -9,9 á kvikasilfursmælinum í skýlinu. Mest frost á landinu í dag mældist við Kárahnjúka -28,0 stig og sýnist mesta frost ársins á landinu.

Jóladagslágmarksmet voru sett á 109 sjálfvirkum stöðvum (og 52 stöðvum Vegagerðarinnar að auki). Sömuleiðis voru ný lágmarksdægurmet sett á 5 mönnuðum stöðvum (af 20). Desembermet féllu á nokkrum stöðvum - m.a. við Kárahnjúka, á Eyjabökkum, á Brú á Jökuldal og í Ásbyrgi - á öllum þessum stöðvum hefur verið athugað í meir en 15 ár. Kuldinn á Brú í dag (-25,6 stig) sló þó ekki alveg út desembermet mönnuðu stöðvarinnar sem þar starfaði (-26,5 stig sem mældust þar 18.desember 1982). Það var aðeins á 3 sjálfvirkum stöðvum að hiti fór yfir frostmark í dag. Kuldakastavísitala hungurdiska fór í 417 stig (af 1000 mögulegum) - það langmesta í vetur (og líklega það mesta frá því í kuldakastinu mikla 5. til 6. desember 2013, en þá fór vísitalan í 590 stig. 

Að tiltölu (miðað við meðallag síðustu tíu ára) var kaldast í dag við Upptyppinga en þar var hitinn -17,3 stig undir meðallagi. Hlýjast að tiltölu var við Skarðsfjöruvita, þar sem hiti var -4,2 stig undir meðallagi. 

Þótt kalt hafi verið í Reykjavík í dag (jóladag) er samt vitað um sjö kaldari jóladaga frá 1871, síðast 1995, en þar áður þarf að fara aftur til 1965. Kaldasti jóladagurinn í Reykjavík var 1880. 

Nú á að hlýna svo um munar. - Gleðileg jól. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • w-blogg120424c
  • w-blogg120424b
  • w-blogg120424a
  • w-blogg110424b
  • w-blogg110424b

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.4.): 189
  • Sl. sólarhring: 230
  • Sl. viku: 1968
  • Frá upphafi: 2347702

Annað

  • Innlit í dag: 163
  • Innlit sl. viku: 1695
  • Gestir í dag: 159
  • IP-tölur í dag: 154

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband