Vægir umhleypingar?

Lægðin víðáttummikla sem ráðið hefur veðri undanfarna daga grynnist nú ört og ekki að sjá að neitt stórt komi í stað hennar. - En nokkrar smærri lægðir fara þó hjá og vindátt verður sjálfsagt mjög breytileg. - Þótt næturfrost séu ætíð uppi á borðinu um leið og léttir til á þessum árstíma virðist hiti samt í aðalatriðum eiga að haldast nærri meðallagi næstu daga. 

Sú er alla vega niðurstaða evrópureiknimiðstöðvarinnar - og sjá má hér að neðan.

w-blogg081015a

Heildregnu línurnar sýna meðalloftþrýsting næstu tíu daga - aðallægðasvæðið vestan Grænlands en lægðardrag yfir Íslandi - landið í lægðabraut. Litir sýna vik hita í 850 hPa-fletinum frá meðallagi áranna 1981 til 2010. 

Mikil hlýindi eru í norðurhöfum - eins og oftast að undanförnu. September var sá þriðjihlýjasti á Jan Mayen frá upphafi mælinga þar 1921. Spáin gerir hins vegar ráð fyrir kulda í Evrópu - mjög kalt hefur verið í Rússlandi undanfarna daga og á sá kuldi að leita vestur á bóginn sunnan við mikla hæð yfir Skandinavíu. Sömuleiðis er kalt í norðanátt vestast á þessu korti. 

Kortið hér að ofan sýnir niðurstöður háupplausnarspár reiknimiðstöðvarinnar - en hún reiknar líka 50 spár í heldur lægri upplausn tvisvar sinnum á dag, 15 daga inn (?) í framtíðina. Skoðanakönnun meðal þeirra sýnir nú meira fylgi við hlýja flokka en kalda þessa daga. 

En hlutirnir eru svosem fljótir að breytast - og veðurspár enn hraðar en veðrið sjálft. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • w-blogg160424b
  • w-blogg160424a
  • w-blogg120424c
  • w-blogg120424b
  • w-blogg120424a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 98
  • Sl. sólarhring: 109
  • Sl. viku: 1847
  • Frá upphafi: 2348725

Annað

  • Innlit í dag: 88
  • Innlit sl. viku: 1618
  • Gestir í dag: 82
  • IP-tölur í dag: 82

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband