Heldur kalt fyrir flestra smekk

Heldur er útlitið kuldalegt næstu daga. Almennum metum er þó ekki spáð (ennþá) - . En svona er það þegar óeðlileg hlýindi þrengja sér fram bæði á meginlandi Evrópu - og það sem meira máli skiptir fyrir okkur - yfir Grænlandi norðvestanverðu. Einhvers staðar verður kalda loftið að vera. 

Kortið sýnir þykktarspá evrópureiknimiðstöðvarinnar síðdegis á miðvikudag (8.júlí) - heildregnu línurnar. Litirnir sýna hita í 850 hPa-fletinum.

w-blogg070715a

Kuldinn er liggur af nokkrum þunga við norðausturströndina - en hefur ekki enn náð til Suðvesturlands. Við sjáum töluna -6 stig þar sem kaldast er í 850 hPa - þar sem flöturinn er í um 1460 metra hæð yfir sjávarmáli. Þetta er með því kaldasta sem búast má við í 850 hPa í júlí. 

Og ekki allt búið - langt í frá. Annar kuldapollur, meiri um sig, er lengra norðaustur í hafi. Hann á að fara rakleiðis til suðvesturs í stefnu á Vestfirði - reiknimiðstöðin gerir ráð fyrir því að það verði á föstudag. 

Þykktin í miðju kuldapollanna er minni en 5340 metrar - það er óþægilega nærri næturfrosti - þar sem nær að létta til og vindur er hægur. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég er að reyna að finna út hvort 5 daga tjaldferð (byrja á morgun) fari betur sem öfugur hringur eða Snæfellsnes, Dalir og sunnanverðir Vestfirðir, svona veðurfarslega séð. Hvað myndir þú segja?

Edda Armannsdottir (IP-tala skráð) 7.7.2015 kl. 10:55

2 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Í gær var hámarkshitinn á kanadísku heimskautasöðvunum Alert og Eureka, rétt við norvestur Grænland 12 og 17 stig. Alltaf langað til Eureka og aldrei sem nú!

Sigurður Þór Guðjónsson, 7.7.2015 kl. 16:15

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Sú var tíðin að maður óskaði að veðurspár gengju ekki eftir,væru þær manni ekki þóknanlegar.Það kom fyrir á seinustu öld.Giska þó á að óbrigðulleiki spánna í dag,hafi eitthvað með veðurtunglin að gera.Þessi aðal og einu þekktu einkenni fávísra eins og mér,hæðir og lægðir,mættu að ósekju taka síðsumars hliðarspor,með skýlausum gleðidögum.     

Helga Kristjánsdóttir, 7.7.2015 kl. 16:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • w-blogg230424
  • Slide10
  • Slide8
  • Slide6
  • Slide5

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 133
  • Sl. sólarhring: 267
  • Sl. viku: 1707
  • Frá upphafi: 2350334

Annað

  • Innlit í dag: 79
  • Innlit sl. viku: 1528
  • Gestir í dag: 76
  • IP-tölur í dag: 75

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband