Austanátt áfram

Ákveðin austanátt var á landinu í dag (sunnudag 28.júní) og óvenju hlýtt í Borgarfirði. Kortið sýnir stöðuna kl.18 að mati evrópureiknimiðstöðvarinnar.

w-blogg290615aa

Hæðin fyrir norðan land hefur heldur gefið eftir frá því sem var fyrir helgi - en stendur samt á móti atlögum úr suðri. Það er hins vegar lægðin krappa langt suður í hafi sem er aðalatriði kortsins. Hún hreyfist í norðaustur og síðar norður og tekur öll völd á stóru svæði. Hún grípur með sér mjög hlýtt loft við suðurjaðar kortsins og rekur það til norðurs og norðausturs. Við sjáum reyndar minnst af því - því miður. 

Það er +5 stiga jafnhitalínan í 850 hPa sem er við landið vestanvert - mjög viðunandi - en ef vel er rýnt í kortið má líka sjá frostmarkslínuna (0°C) við Suðausturland - þar sem loft streymir upp hálendið - annars er sú lína nokkuð fyrir norðaustan land.

Seinna kortið gildir á þriðjudag kl.18.

w-blogg290615a

Við sjáum vel hversu hlýtt loft streymir til norðurs yfir Bretlandi - þar eru 15 stig í 850 hPa komin yfir Ermarsund og sólarhring síðar er spáð meir en 20 stiga hita í 850 hPa langt norður eftir Englandi. Við eigum reyndar eftir að sjá þetta gerast - en staðan er mjög spennandi. Hver hitinn verður svo á veðurstöðvum Bretlands er óvíst - það fer eftir því hversu mikið rignir.

Þegar hér er komið sögu er nýja lægðin ekki farin að hafa bein áhrif á okkur - kalda loftið úr norðri hefur meira að segja fengið að nálgast - frostmarkið í 850 er við norðurströndina - en það hörfar aftur undan austanáttinni. Hlýja loftið virðist hins vegar eiga að fara alveg framhjá okkur. Töluvert gæti rignt um landið suðaustan- og austanvert með þessari lægð. 

Næsti möguleiki á verulegum hlýindum er síðan með næstu lægð á eftir þessari - þá síðdegis á föstudag (3. júlí) og síðar. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Gott þá stæri ég mig við útlendingana sem sækja okkur heim. "Uss við fáum alltaf svona hlýindi í júlí og ágúst"

Helga Kristjánsdóttir, 30.6.2015 kl. 01:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • w-blogg200324b
  • w-blogg200324a
  • Slide10
  • Slide9
  • Slide8

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 16
  • Sl. sólarhring: 65
  • Sl. viku: 414
  • Frá upphafi: 2343327

Annað

  • Innlit í dag: 12
  • Innlit sl. viku: 372
  • Gestir í dag: 11
  • IP-tölur í dag: 11

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband