Baráttan við sjávarþokuna (og fleira)

Á hægum dögum að sumarlagi - þegar hlýtt loft situr yfir landinu er hita og veðri oft engu að síður mjög misskipt. Sums staðar skín sólin glatt - og hafgola lætur lítt á sér bera. Þar er þá gjarnan 17 til 20 stiga hiti eða meir og allir ánægðir (nema örfáir - ja, ekki meira um það). Annars staðar er hafgola - en sólskin og hiti á bilinu 9 til 15 stig, kannski ekki úrvalsgott - en hentar mjög til starfa utandyra og jafnvel hægt að sitja úti í skjólsælum görðum sér til ánægju - grillveður hið besta.

Svo eru þeir staðir þar sem sjávarþokan ræðst til atlögu við landið. Í henni er allt annað og síðra veður - hiti 3 til 8 stig - kalt og rakt og flestum til ama (örfáir að vísu sem, ja, ekki meira um það). Sjávarþokan nær þó sjaldnast langt inn í land - lyftir sé fyrst sem samfelld lágskýjahula - en trosnar svo upp inni í sveitum - nema að þrýstivindur fylgi henni eftir - en þá er komið annað veðurlag heldur en er hér til umfjöllunar. 

Þannig var þetta í dag, sólstöðudaginn 2015, sunnudag 21. júní - og verður væntanlega á morgun líka (hitauppgjör dagsins má finna í fjasbókardeild hungurdiska).

Harmonie-líkan Veðurstofunnar reynir að taka á málinu. - Það er langt í frá auðvelt, þokan er mjög erfið viðfangs sem og skýjahula í hægviðri - en samt er reynt. Við lítum á nokkur kort.

Fyrst rakaspá sem gildir kl. 16 síðdegis á mánudag, 22. júní.

w-blogg220615a

Litakvarðinn sýnir rakastig í prósentum. Á fjólubláu svæðunum er það 100 prósent - þar gæti verið þoka. Sjá má þoku úti fyrir Austurlandi (þó ekki inni á fjörðum) og einnig er þokubakki á Faxaflóa. Klukkustundirnar næstar á undan var sá að koma norður með Reykjanesi og breiddist síðan til norðurs og austurs á Flóanaum. - En leysist nokkuð upp yfir landi. Klukkan 16 er enn þurrt og bjart uppi í Borgarfirði og víðast hver í uppsveitum á Suðurlandi. Björtu er einnig spáð viða við Breiðafjörð, á Vestfjörðum og sums staðar inn til landsins fyrir norðan og austan. 

Lítum þvínæst á hitaspá á sama tíma.

w-blogg220615b

Kortið  batnar sé það stækkað. Hér er hlýtt í uppsveitum á Suðurlandi og í Borgarfirði, rétt eins og í dag (sunnudag), 17 til 18 stiga hiti. En þokan á Faxaflóa er heldur kuldaleg - þar er innan við 6 stiga hiti ef trúa má líkaninu og innan við 5 stig á Húnaflóa og fyrir austan - hrollvekjandi. 

Líkanið reynir einnig við vindinn - við skulum líta á vindaspá fyrir landið suðvestanvert á sama tíma, kl.16 (mánudag 22. júní).

w-blogg220615c

Örvarnar sýna vindstefnu - en litir vindhraða. Athugið að tölur kvarðans hafa hliðrast um eitt bil til hægri. Hafgolan er á fullu á höfuðborgarsvæðinu - reyndar alveg frá því um kl.11 um morguninn og er að ganga upp Borgarfjörð og Suðurlandsundirlendið - hlýnar væntanlega á leið sinni til uppsveita. 

Í Borgarfirði á hafgolan að mæta norðaustanáttinni rétt ofan við Stafholtsey kl.16 - en baráttan er nokkuð hörð. Hún á ekki að vera komin upp að Húsafelli fyrr en kl.20. Á Suðurlandi er hafgolan komin upp í Tungur kl.16. Þar ofan við og á hálendisbrún í Hreppunum vill líkanið að loftið fari að lyftast - nái því að brjótast upp úr hitahvörfum sem liggja lágt yfir landinu. Takist það myndast skúragarðar á þeim slóðum.

Líkanið reynir líka að segja til um skúrirnar. Eins og vill verða í stöðu sem þessari myndast annað hvort nær engin skúraský - eða þá háreist og öflug. Satt best að segja er líkanið nokkuð öfgafullt í skoðunum sínum í dag. Það má sjá á kortinu hér að neðan.

w-blogg220615d

Kortið segir hversu mikil úrkoma hefur fallið í sýndarheimum milli kl.15 og 16. Við sjáum skúragarðinn nærri hálendisbrúninni - mjög snarpan - þarna er blettur með 13,9 mm á klukkustund - og á korti sem gildir kl.14 má sjá töluna 23,1 mm á svipuðum slóðum. Báðar þessar tölur gefa til kynna líkur á skýfalli. 

Ritstjórinn hefur þó innbyggða tregðu til að trúa svona háum tölum - en skúramyndunin stendur svo glöggt að ekki er víst að einn einasti dropi falli - í ökkla eða eyra er sagt. 

Þoka og dembur? Hiti eða kuldi? Kortin eru öll úr sýndarheimi - raunveruleikinn er oft með öðrum hætti. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta skens í þér Trausti, um að örfáir fagni ekki hlýnandi veðurfari hér á landi nú í seinni hluta júnímánaðar, er nú frekar ómerkilegt af þér. Hér er, ef að líkum lætur, verið að skensa þá sem hafa verið að tala um að nýtt kuldaskeið sé hafið hér á landi.

Þessi barnaskapur er svipaður og að halda því fram að fréttir um hitabylgju og aukna þurrka annars staðar, t.d. í Kaliforníu, gleðji hlýnunar-af-mannavöldum-sinnana og þar með auknar eyðimerkurmyndanir í heiminum.

Tal um kulda, og svo sem um hita einnig, er einungis staðreyndatal en ekki dæmi um einhverja óskhyggju.

Hvað kuldann varðar má benda á að það sem af er júní í ár er meðalhitinn í Reykjavík aðeins um 8 gráður. Til samanburðar hefur hitinn í júni aðeins þrisvar sinnum verið undir 8 stigunum síðustu 67 árin - og frá 2002 hefur enginn júnímánuður hér í Reykjavík farið undir 9 stigin. 

Við skulum vona að hitinn sem var í gær, sunnudag, haldist eitthvað áfram en því miður gerir það ekki að verkum að meðalhiti mánaðarins fari hærra en í nema 8,3-8,4 stig. 

Torfi Stefánsson (IP-tala skráð) 22.6.2015 kl. 08:05

2 Smámynd: Trausti Jónsson

Skensið var alls ekki ætlað sem innlegg í umræðu um veðurfarsbreytingar - en vísar til allt annars hóps - sem sennilega er nákvæmlega sama um slíkar breytingar - ekki tengist allt sem sagt er um hlýindi eða kulda umræðum um veðurfarsbreytingar - langt í frá. Dagurinn í gær (21. júní) var þar að auki alls ekki hlýr nema á litlum hluta landsins - landsmeðalhiti var undir meðallagi síðustu tíu ára. En enn eru 14 júnímánuðir síðustu 67 ára kaldari en þessi. Bestu kveðjur.

Trausti Jónsson, 22.6.2015 kl. 14:22

3 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Climate Change Skeptic: Greenland More Proof There's No Global Warming

Image Below Headline Start

 

Image Below Headline End

Friday, 05 Jun 2015 06:30 PM

By Cathy Burke

 

Don't talk about global warming to residents of Nuuk, Greenland's capital city, where record cold is keeping the city still buried in snow, climate change skeptic Steven Goddard writes.

 

Normally by this date, around 20 percent of Greenland is melting, the Real Science blogger contends.

 

"This year the area of melt is less than 2 percent – the latest start to a melt season on record," he writes, noting: "Temperatures have plummeted over the past decade."

 

Northeast Greenland also saw its coldest May on record since measurements started back in 1949, while the island as a whole is colder than normal, the Daily Caller reports, citing Danish Meteorological Institute data.

 

"Greenland has gained half a trillion tons of snow and ice since September," Goddard writes.

 

But climate experts will see it differently, however, Goddard warns, saying they'll "take pictures of glaciers calving into the ocean, and claim that it is an indication that Greenland is melting down."

 

The controversial skeptic's perspective comes in the wake of U.S. scientists' report in March that Arctic sea ice levels last winter recorded their lowest peak since satellite monitoring began in 1979.

 

Related Stories:

CIA Shuts Down Climate Change Program Tied to National Security

Report: Use of 'Denier' Slur Against Climate Change Skeptics Skyrockets

 

The Washington Post says:

The Arctic Ocean is warming up, icebergs are growing scarcer and in some places the seals are finding the water too hot, according to a report to the Commerce Department yesterday from Consulafft, at Bergen, Norway.

Reports from fishermen, seal hunters and explorers all point to a radical change in climate conditions and hitherto unheard-of temperatures in the Arctic zone. Exploration expeditions report that scarcely any ice has been met as far north as 81 degrees 29 minutes. Soundings to a depth of 3,100 meters showed the gulf stream still very warm.

Great masses of ice have been replaced by moraines of earth and stones, the report continued, while at many points well known glaciers have entirely disappeared. Very few seals and no white fish are found in the eastern Arctic, while vast shoals of herring and smelts which have never before ventured so far north, are being encountered in the old seal fishing grounds. Within a few years it is predicted that due to the ice melt the sea will rise and make most coastal cities uninhabitable.

* * * * * * * * *

I must apologize, I neglected to mention that this report was from November 2, 1922, as reported by the AP and published in The Washington Post - 93 years ago.

 

Ekki veit ég hvort þetta er rétt og ég nenni ekki að ransaka það, en hitt er annað mál að ef þetta er rétt, þá er Global Warming kenningin að detta á afturendan.

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 22.6.2015 kl. 18:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • w-blogg160424b
  • w-blogg160424a
  • w-blogg120424c
  • w-blogg120424b
  • w-blogg120424a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 49
  • Sl. sólarhring: 107
  • Sl. viku: 1540
  • Frá upphafi: 2348785

Annað

  • Innlit í dag: 45
  • Innlit sl. viku: 1343
  • Gestir í dag: 42
  • IP-tölur í dag: 41

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband