Kalt - en ekki eins hvasst

Kuldinn heldur áfram - en með betra veðri, bjartara, og hægari vindi. Kortið sýnir stöðuna í 500 hPa (um 5 km hæð) um hádegi á miðvikudag 29. apríl.

w-blogg280415a

Ísland er rétt ofan við miðja mynd umlukið bláum litum. Með réttu ættum við að vera komin með fasta viðveru grænu litanna - en krafan um langdvöl þeirra gulu eða brúnu er e.t.v. ósanngjörn fyrr en maí er langt genginn. Jafnhæðarlínur 500 hPa-flatarins eru heildregnar, vindur blæs samsíða þeim. Á miðvikudaginn verður því norðvestanátt yfir landinu - sem er að færa heldur kaldara loft aftur í átt að því þegar þetta kort gildir.

Litirnir sýna þykktina en hún mælir hita í neðri hluta veðrahvolfs. Kuldinn mikli sem angraði okkur svo mjög á laugardag og sunnudag hefur hörfað vestur fyrir Grænland - en ekkert hlýtt loft er á leið til okkar á þessu korti.

Það er líka kalt á Bretlandseyjum - og þar hefur frést af snjó, en það snjóar þar alloft á þessum tíma árs - en stendur stutt við - oftast aðeins eina nótt hverju sinni.

Við sjáum að yfir landinu er hæðarhryggur - hæðarsveigja á jafnhæðarlínunum sem ýtir ekkert sérstaklega undir éljaveður - en um kvöldið og á fimmtudag á að réttast úr sveigjunni og væg lægðarsveigja kemur í staðinn - þá er gott tækifæri fyrir smálægðir og éljabakka að komast á kreik við Suðurland - við getur sum sé ekki alveg afskrifað snjóinn á Suðurlandi þetta vorið. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • w-blogg230424
  • Slide10
  • Slide8
  • Slide6
  • Slide5

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 344
  • Sl. sólarhring: 355
  • Sl. viku: 1918
  • Frá upphafi: 2350545

Annað

  • Innlit í dag: 261
  • Innlit sl. viku: 1710
  • Gestir í dag: 247
  • IP-tölur í dag: 246

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband