Landsynningur - útsynningur

Og enn kemur landsynningur með rigningu upp að Vesturlandi á þriðjudagskvöld og fer hratt austur fyrir land. Við tekur hægari suðvestanátt (útsynningur) með éljum. Kerfið sést vel að 925 hPa-kortinu hér að neðan.

w-blogg240315a

Jafnhæðarlínur eru heildregnar, vindur er sýndur með hefðbundnum vindörvum en hiti í litum. Sunnanloftið er svosem ekkert sérlega hlýtt - rétt að það nái því að verða frostlaust í 500 til 600 metra hæð - en hann rignir þó við sjávarmál í sunnanáttinni. 

Í þann mund sem vindur snýr sér á áttinni lægir mikið og fer trúlega að snjóa. Kortið gildir kl. 6 að morgni miðvikudags (25. mars) - vonandi ræður sólin við að hreinsa snjóinn að mestu áður en dagur er að kvöldi liðinn. - En þó verður að reikna með éljagangi í suðvestanáttinni. - En hún er í fyrsta umgang harla lítilvæg - sé spá evrópureiknimiðstöðvarinnar rétt. 

Þetta er allt eins konar vasaútgáfa af illviðrum vetrarins - en vanmetum samt ekki möguleika á hríð á heiðum og hálku niðri í sveitum. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • w-blogg230424
  • Slide10
  • Slide8
  • Slide6
  • Slide5

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.4.): 199
  • Sl. sólarhring: 199
  • Sl. viku: 1823
  • Frá upphafi: 2349783

Annað

  • Innlit í dag: 180
  • Innlit sl. viku: 1651
  • Gestir í dag: 173
  • IP-tölur í dag: 170

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband