Setið hjá í tvær umferðir

Heimskautaröstin hefur verið iðin við að skjóta til okkar lægðum að undanförnu en nú virðist jafnvel að við sitjum hjá í tvær umferðir - eða skotlotur. Við þurfum að vísu að borga fyrir það með nokkurra daga norðanátt. Sem er auðvitað ekki nógu gott - en hún virðist verða bitlítil miðað við það sem oft er. 

Svo virðist, sem sagt, að við sleppum við næstu tvær lægðir - enda eru þær aumar. Við lítum á tvö kort evrópureiknimiðstöðvarinnar því til áréttingar (ekki staðfestingar - hún fæst aldrei). Þau sýna bæði tvö sjávarmálsþrýsting, 12 stunda þrýstibreytingu og þykktina. 

w-blogg280115a 

Jafnþrýstilínur eru heildregnar, litir sýna þrýstibreytingu næstliðnar 12 klukkustundir, bláir þar sem þrýstingur stígur, rauðir þar sem hann fellur. Norðanáttin sem aðallega á að plaga okkur á fimmtudaginn er að ganga austur af. Það sjáum við á því að þrýstingur stígur meira austan við land heldur en vestan við það. Sé kortið stækkað má e.t.v. sjá að það er 5160 metra jafnþykktarlínan sem liggur skammt fyrir sunnan landið. Þykktin yfir landinu er því minni en það. Dæmigerð norðanáttarstaða að vetri - en samt ekkert sérlega köld. 

Lægðin fyrir sunnan Grænland stefnir ekki til okkar heldur hrekst hún til Bretlands. Þetta er sama lægðin og olli illviðri í norðaustanverðum Bandaríkjunum í gær og í dag. Alveg neðst til vinstri á kortinu sést í næstu lægð - en hún á að sögn reiknimiðstöðva ekki að komast til okkar heldur.

w-blogg280115b

Þetta kort sýnir stöðuna um hádegi á sunnudag. Nýja lægðin er á sunnanverðu Grænlandshafi og stefnir til suðausturs. Að vísu er smálægðardrag við vesturströnd Íslands og það gæti valdið einhverri úrkomu. Bandaríska veðurstofan gerir meira úr því en hér er sýnt - og vestansnjókomu. Ekki mikið mark takandi á spám þetta langt fram í tímann - en tillögur samt. Þarna er þykktin yfir landinu miðju um 5220 metrar - vísar á hita nærri frostmarki - en eins og venjulega veit hún ekkert af grunnstæðu köldu lofti yfir landi. 

Kannski að við fáum nokkra friðsæla daga eftir að norðanáttin gengur niður? Eiga ekki flestir það skilið? 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • w-blogg160424b
  • w-blogg160424a
  • w-blogg120424c
  • w-blogg120424b
  • w-blogg120424a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 48
  • Sl. sólarhring: 107
  • Sl. viku: 1539
  • Frá upphafi: 2348784

Annað

  • Innlit í dag: 45
  • Innlit sl. viku: 1343
  • Gestir í dag: 42
  • IP-tölur í dag: 41

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband