Umhleypingar enn um sinn

Umhleypingarnir halda áfram. Ef til vill fáum við að sjá meira af ekta útsynningi heldur en verið hefur uppi - hann hefur nefnilega ekki mikið látið sjá sig til þessa (jú - aðeins). En norðurhvelskortið hér að neðan sýnir stöðuna síðdegis á föstudag (23. janúar) - bóndadag, fyrsta dag þorra.

w-blogg220115a

Jafnhæðarlínur 500 hPa-flatarins eru heildregnar, því þéttari sem þær eru því meiri er vindurinn. Rekja má heimskautaröstina (eða strangt tekið hes hennar) nær samfellt umhverfis hvelið allt. Það er þó einhver fyrirstaða yfir Evrópu. Afskorin, köld lægð er yfir Miðjarðarhafi og óljós flækja yfir Skandinavíu. Vestan við okkur má sjá hverja bylgjuna á fætur annarri - meira og minna allar á leið til okkar. 

Litirnir sýna þykktina en hún mælir hita í neðri hluta veðrahvolfs - því meiri sem hún er því hlýrra er loftið. Mörkin á milli grænu og bláu litanna eru við 5280 metra, en meðalþykkt í janúar er nálægt 5240 metrum. Bilið á milli litanna er 60 metrar - eða um 3 stig á mæli. Sjá má að landið vestanvert er á föstudaginn í lit á bilinu 5100 til 5160 metrar. Þeir sem stækka kortið sjá ennfremur að 5100 metra liturinn virðist hafa komið sem stunga yfir Grænland og mjó tota til Íslands.

Útsynningurinn á föstudaginn verður býsna kaldur og sennilega nokkuð hvass líka. En þetta kalda loft stendur mjög stutt við - lægðarbylgjunni yfir Nýfundnalandi fylgir hlýtt loft - með landsynningi og rigningu strax á laugardag. Reiknimiðstöðin býst síðan við útsynningi á nýjan leik - ekki alveg jafnköldum - og enn ný lægð með rigningu er væntanleg strax á mánudag - en um það er mun meiri óvissa. 

Allt þetta er auðvitað mjög dæmigert í þorrabyrjun hér á landi. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • w-blogg200324b
  • w-blogg200324a
  • Slide10
  • Slide9
  • Slide8

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 7
  • Sl. sólarhring: 58
  • Sl. viku: 405
  • Frá upphafi: 2343318

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 366
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband