Sunnanáttavika?

Austanátt var ríkjandi alla síðustu viku - og lengst af var áttin heldur norðan megin við austur. Nú verður einhver breyting á - austanáttin er samt ekki horfin heldur mun hún ekki ríkja alla daga. Evrópureiknimiðstöðin telur líklegt að áttin verði samt að meðaltali af suðri. Við sjáum þessa hugmynd á kortinu hér að neðan og nær það yfir dagana 16. til 26. nóvember. Kortið sýnir meðalsjávarmálsþrýsting (heildregnar línur), meðalhita í 850 hPa-fletinum (strikalínur) og vik 850 hPa hitans frá meðallaginu 1981 til 2010 (litafletir). 

w-blog171114a

Jafnþrýstilínurnar liggja um landið frá suðri til norðurs og sýna sunnanátt. Höfum það í huga að hér er um meðaltal að ræða - ekki er víst að áttin verði nokkurn tíma eins og hér er sýnt. Það eru þó hitavikin sem vekja mesta athygli, austan við Grænland á hiti að verða að meðaltali nærri tíu stigum ofan meðallags í 850 hPa næstu tíu daga og 4 til 5 stig ofan meðallags hér á landi. Þeir sem sjá vel (kortið batnar við stækkun) ættu að koma auga á ívið minni vik í hafáttinni sunnanlands (2 til 3 stig). Mjög hlýtt hefur verið undanfarna daga - spurning hvort einhverja enn hlýrri daga reki á fjörur okkar næstu tíu dagana?

Kuldinn að vestan vekur auðvitað athygli líka - ekkert nema kalt loft á markaði yfir Norður-Ameríku austanverðri um þessar mundir. Svo má sjá að hiti er nærri meðallagi í austanáttinni yfir Danmörku og Suður-Svíþjóð. Á þeim slóðum er það merki um árstíðaskipti þegar hitavikin í austanáttinni skipta um formerki. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • w-blogg200324b
  • w-blogg200324a
  • Slide10
  • Slide9
  • Slide8

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 34
  • Sl. sólarhring: 70
  • Sl. viku: 432
  • Frá upphafi: 2343345

Annað

  • Innlit í dag: 28
  • Innlit sl. viku: 388
  • Gestir í dag: 27
  • IP-tölur í dag: 26

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband