Hitafar yfir Keflavíkurflugvelli síđustu sex áratugi - 1. áfangi

Eins og oft áđur hallast texti dagsins í átt til veđurnörda - óvíst um almennan áhuga. Ćtlunin er í nokkrum pistlum ađ fjalla um hitafar í háloftaathugunum yfir Keflavíkurflugvelli síđan um 1950. Kemur ţá ýmislegt í ljós. Ţví er ekki ađ neita ađ ritstjórinn er ekki alveg rólegur yfir samfellu gagnarađanna og trúlegt er ađ hún ţarfnist heldur meiri yfirlegu en ráđiđ verđur viđ á ţessum vettvangi.

En leggjum samt á djúpiđ. Myndir dagsins sýna hita á stöđinni sjálfri og hita í 850 hPa-fletinum. Sá flötur er oftast í 1300 til 1400 metra hćđ yfir sjávarmáli. Samband hans viđ jörđ er oftast nokkuđ gott og samrćmis ađ vćnta í hitafari - enda kemur í ljós ađ svo er.

w-blogg240914a

Myndin sýnir međalhita mánađanna desember til febrúar (alţjóđavetrarins) á Keflavíkurflugvelli frá ári til árs 1953 til 2014 (dauf grá lína), tíu ára međaltal sömu gagna (breiđ svört lina). Grćn strikalína sýnir hita í 850 hPa-fletinum sömu ár (byrjar reyndar 1952) og breiđa grćna línan 10-ára keđjumeđaltal hans. 

Lóđrétti kvarđinn til vinstri sýnir međalhita á stöđinni, en sá til hćgri međalhita í 850 hPa. Um 6,8 stigum munar á flötunum tveimur.  

Viđ sjáum strax ađ hiti í 850 hPa og viđ jörđ fylgist vel ađ. Kaldir vetur í 850 hPa eru líka kaldir niđri á stöđinni. Ţetta er líka nokkuđ kunnuglegur ferill - frekar hlýtt um 1960 - síđan kólnandi veđurfar - kaldast um 1980 en síđan hlýnandi - og sérstaklega á nýju öldinni. Ţetta góđa samrćmi eykur á traust okkar á háloftamćlingunum.

Síđan er ţađ sumariđ. Ţá er samband jarđar viđ 850 hPa-flötinn ekki alveg eins gott og ađ vetrarlagi. 

w-blogg240914b

Ţrátt fyrir allt er samrćmi gott á milli flatanna. Köld ár fylgjast ađ. Međalhitamunur er ađeins meiri en ađ vetrum eđa 7,8 stig. 

Ţađ sem mesta athygli vekur er ađ munurinn er nokkuđ breytilegur eftir tímabilum. Hann helst ámóta mikill frá upphafi og fram undir 1980 - minnkar síđan og vex loks aftur eftir aldamót. Hitamunurinn á nýju öldinni er samt ámóta mikill og hann var mestur um og upp úr 1960 (sýnist meiri en hann er). En hér verđur ađ játa ađ samfeldni mćlinganna á Keflavíkurflugvelli sjálfum hefur ekki veriđ negld - né samfeldni háloftaathugana. Ţađ er t.d. hugsanlegt ađ ósamfella hafi orđiđ ţegar stöđin var flutt fyrir nokkrum árum. Hlýnun er mikil bćđi uppi og niđri en, ađ sjá, meiri niđri. 

Hér má líka benda á smáatriđi eins og sumariđ 1984. Ţá er ađ tiltölu mun hlýrra uppi í 850 hPa heldur en viđ jörđ - völlurinn var allt sumariđ í svölu sjávarlofti - en ekki 850 hPa-flöturinn. Sumariđ áđur (1983) voru bćđi hiti á vellinum og uppi nánast í botni.  

En framhald síđar - ofar í lofti. 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veđurfrćđingur og áhugamađur um veđur.

Fćrsluflokkar

Apríl 2024
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Slide10
  • Slide8
  • Slide6
  • Slide5
  • Slide4

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.4.): 11
  • Sl. sólarhring: 257
  • Sl. viku: 1635
  • Frá upphafi: 2349595

Annađ

  • Innlit í dag: 11
  • Innlit sl. viku: 1482
  • Gestir í dag: 11
  • IP-tölur í dag: 11

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband