Hamskiptin

Hungurdiskar hafa oftar en einu sinni fjallađ um hamskipti hitabeltisstorma yfir í norrćnar lćgđir - síđast í gćr. Eins og ţar kom fram er fellibylurinn Cristobal nú ađ undirgangast skiptin. Viđ notum ţađ tćkifćri til ađ líta á gervihnattamynd sem sýnir kerfiđ - klćđlítiđ ef svo má segja. Myndin er fengin af vef kanadísku veđurstofunnar - framhaldiđ sést svo vel á vef Veđurstofunnar nćsta sólarhringinn rúman. Fer kerfiđ ţá vćntanlega í nýja haminn og fćr svip hefđbundinnar lćgđar. 

En hér er myndin sem tekin er seint á föstudagskvöldi 29. ágúst.

w-blogg300814a

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Til hćgđarauka hefur rautt L veriđ sett in ţar sem evrópureiknimiđstöđin vill hafa lćgđarmiđjuna á sama tíma. Mjög erfitt er ađ greina hana á ţessari mynd. Á gervihnattamyndum einkennast fellibyljir af gríđarmikilli og ţéttri ţrumubólstrasambreiskju sem greinilega sýna hringstreymi gjarnan í kringum um skýlítinn blett - augađ. Ţetta mátti sjá á mynd sem fylgdi pistli gćrdagsins.

Hér er búiđ ađ svipta kerfiđ ţessum einkennum. Smávegis af bólstrum hefur veriđ skiliđ eftir ţar sem lítiđ s hefur veriđ merkt á myndina. Engin háský hringa sig lengur ţétt um lćgđarmiđjuna og raunar er mjög lítiđ af háum skýjum sunnan lćgđarmiđjunnar - gćti ţó veriđ eitthvađ af lágskýjum - jafnvel sjáum viđ alveg niđur til sjávar. Ţarna hlýtur ađ vera mikiđ niđurstreymi sem eyđir öllum háskýjum. 

Norđan lćgđarmiđjunnar eru háskýjabönd - ţau hćstu eru sýnd gulbrún ađ lit. Ţau veltast í breiđum boga í hćđarsnúningi langt yfir hringrás sjálfrar lćgđarinnar. Mikill vindur er í ţessum háloftahćđarhrygg og ber hann skýjaböndin hvert á fćtur öđru hratt til austurs - og síđan suđausturs. 

Háloftaröstin sést mjög vel á myndinni hér ađ neđan. Ţetta er spá evrópureiknimiđstöđvarinnar um vindátt og vindhrađa í 300 hPa um svipađ leyti og myndin. 

w-blogg300814c

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Örvarnar sýna vindátt og vindstyrk - en (heimskauta-)röstin -  ţar sem vindurinn er sterkastur er sýnd međ litum. Á bláa svćđinu er vindurinn milli 60 og 70 m/s. Sjá má lćgđarmiđjuna merkta međ tveimur litlum hringjum austur af Nýfundnalandi. Í röstinni má sjá tvo kjarna - eđa skotvinda. Sá sem er fyrir suđvestan lćgđarmiđjuna hefur enn ekki komiđ sér upp háskýjum - en ţau koma. 

Nćsta sólarhringinn dýpkar lćgđin lítiđ eđa ekki - en síđan á hún stefnumót viđ kuldapoll - eins og sagt var frá í pistlinum í gćr - og verđur ekki endurtekiđ hér.  


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veđurfrćđingur og áhugamađur um veđur.

Fćrsluflokkar

Apríl 2024
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • w-blogg160424b
  • w-blogg160424a
  • w-blogg120424c
  • w-blogg120424b
  • w-blogg120424a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 52
  • Sl. sólarhring: 123
  • Sl. viku: 1801
  • Frá upphafi: 2348679

Annađ

  • Innlit í dag: 48
  • Innlit sl. viku: 1578
  • Gestir í dag: 48
  • IP-tölur í dag: 48

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband