Þurr spá (eða nærri því) í 48 klukkustundir

Nýliðinn dagur (fimmtudagur 21. ágúst) var óvenjuheiður á öllu landinu. Telst svo til að hann sé í fjórða sæti heiðra ágústdaga á (óopinberum) lista hungurdiska sem nær til tímans frá 1949 til okkar daga. Ekki er talið líklegt að morgundagurinn (föstudagur 22. ágúst) geri það jafngott því reiknimiðstöðvar gera ráð fyrir því að há- og miðskýjabreiða komi úr norðri og fari suður yfir landið. En lítið verður um lágský að sögn.

Til gamans skulum við líta á úrkomuspá harmonie-líkansins fyrir næstu tvo daga. Sýnir það uppsafnaða úrkomu í líkaninu frá því kl. 18 á fimmtudag til kl. 18 á laugardag (23.ágúst). [Smávilla er í hausnum - fimmtudagurinn er sá 21. en ekki 22. eins og stendur á kortinu - svona er að stunda pistlaskrif rétt um miðnættið]. 

w-blogg220814a

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Skemmst er frá því að segja að kortið er nærri því alveg autt. Skúra er vart í suðurhlíðum suðurjöklanna, Eyjafjallajökuls og Mýrdalsjökuls - og við Vatnajökul. Evrópureiknimiðstöðin er nærri því sammála - en setur þó smáskúrir á byggðir í Vestur-Skaftafellssýslu á sama tímabili. 

Dagar sem eru alveg þurrir um land allt eru mjög sjaldséðir - koma ekki alveg á hverju ári og eru aðeins stöku sinnum fleiri en einn á ári.

Þegar athugað verður hvort spáin rætist verður að hafa í huga að úrkomusólarhringur Veðurstofunnar nær frá því kl. 9 til kl. 9 næsta dag. Svo viðbúið er að raunveruleikinn hitti ekki svona vel í [spáð er rigningu á laugardagskvöld]. En gaman er að sjá spá um tvo (nærri því) alveg þurra sólarhringa - auð veðurkort geta átt birtingu skilið. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • w-blogg160424b
  • w-blogg160424a
  • w-blogg120424c
  • w-blogg120424b
  • w-blogg120424a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 33
  • Sl. sólarhring: 109
  • Sl. viku: 1524
  • Frá upphafi: 2348769

Annað

  • Innlit í dag: 31
  • Innlit sl. viku: 1329
  • Gestir í dag: 30
  • IP-tölur í dag: 29

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband