Úr norðri í austur?

Norðanáttin er búin að vera býsna þrálát og varla hægt að ræða um breytingar á þeirri stöðu. Á laugardag er þó sú tilbreyting uppi um landið sunnanvert að áttin verður austlægari. Hér á hungurdiskum hefur oft verið minnst á reglu (?) sem veðurfræðingar notuðust við áður en tölvuspár fóru að draga upp sannleikann (?) - eða ímynd hans.

Í hreinni norðanátt er loftþrýstingur á Reykjanesi hærri heldur en við Austfirði. En eftir því sem vindur snýst úr norðri í norðaustur verður lægðardrag í skjóli landsins sífellt meira áberandi - og þrýstimunur Reykjaness (Keflavíkurflugvallar) og Austfjarða (Dalatanga) verður minni - þar til þrýstimunurinn snýst við, loftvog stendur lægra í Keflavík heldur en á Dalatanga.

Þegar þetta gerist segir reglan að élja eða jafnvel snjókomu verði vart við ströndina suðvestanlands. Málið er kannski ekki alveg svona einfalt - það skiptir t.d. máli hversu hratt þessi viðsnúningur verður - og fleira. En látum vangaveltur um afbrigði eiga sig því nú á þetta einmitt að gerast á morgun (laugardag).

w-blogg281213a 

Kortið sýnir stöðuna kl. 17 síðdegis á laugardag. Hér er þrýstingur jafn á Reykjanesi og Austfjörðum og líkanið sér éljabakka á vesturleið skammt vestan Vestmannaeyja. Kortið er úr harmonie-líkaninu en það hefur á sér orð fyrir að gera heldur lítið úr úrkomu í óstöðugu lofti. Önnur líkön sýna þó svipað og segja öll að bakkinn fari til vesturs - nái kannski til höfuðborgarsvæðisins en kannski ekki.

Síðan á meiri austanátt að hreinsa élin burt - en áramótaveðrið er enn óráðið. Gengur e.t.v. aftur í norðaustanbelging?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvað með Suður(pólinn) Trausti?

Launaðir vísindamenn og hjálparkokkar þeirra um borð í MV Akademik Shokalskiy eru búnir að sitja fastir í hafís við Suðurskautslandið yfir hátíðarnar. Leiðangurinn átti að rannsaka áhrif meintra loftslagsbreytinga af manna völdum á Suðurskautslandið.

Þrátt fyrir neyðarkall hefur enn ekki tekist að bjarga áhöfninni og nú hafa tveir ísbrjótar þurft að láta undan síga í baráttunni við hafísinn - að sumarlagi - sem heldur áfram að aukast að magni og umfangi:

> http://wattsupwiththat.files.wordpress.com/2013/12/s_timeseries1.png

Hér má lesa nýjustu frétt Guardian um sumar á Suðurpólnum:

> http://www.theguardian.com/world/2013/dec/27/antarctic-mission-icebreaker-delay-rescue

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 28.12.2013 kl. 14:23

2 identicon

Nú væri gaman að fara að sjá úttekt á árinu.

Norðmenn hafa þegar gert eina slíka, sjá http://www.yr.no/nyheter/1.11438768

Þar kemur fram að desember er líklega hlýjast mánuður í Noregi síðan mælingar hófust.

Hér er svo það sem ég punktaði hjá mér um árið í fyrra (2012): "Hér í Reykjavík var þetta 17. árið í röð sem var yfir meðaltali (eða 5,5 gráður, þ.e. síðan 1995). Aðeins 11 ár hafa verið hlýrri (síðast 2003 og 2010)."

Fyrstu 11 mánuðir þessa árs (2013) hafa verið aðeins kaldari en líklega er desember í ár þeirra kaldastur svo meðalhitinn á eftir að lækka nokkuð. Meðalhiti í Reykjavík fyrstu 11 mánuði ársins 2013 var 5,44 stig. Árið, það sem af er, er í 30. til 32. sæti hlýrra ára í Reykjavík (af 143).

Torfi Stefánsson (IP-tala skráð) 28.12.2013 kl. 16:44

3 Smámynd: Sindri Karl Sigurðsson

Þetta er nú hálf hjákátleg umræða hjá ykkur drengir, já og gleðileg jól.

Þið fallið allir í sömu gryfju og þeir sem þið gagnrýnið, leynt og ljóst; að vita svo langt sem nef ykkar nær. Við þurfum ekkert að deila um það að við landnám var hitastig á okkar fína skeri mun hærra en í dag. Veit einhver hvernig búsetuskilyrði voru á Suðurskautinu þá? Eða hver hitinn var á hádegi í Tromsö?

Síðan mælingar hófust....! Þær hófust í prómillparti og varla það, eftir að skopparakringlan okkar var búin að snúast nokkuð marga milljarða snúninga, meira að segja er deilt um hve margir þeir eru, enn í dag.

Eins og þessi loflagsfræði eru sett fram líkjast þau meir hagfræði / trúarbrögðum. Ég trú því sem er á blaði og brjóstvitinu en ekki bakreikningum og framreikningum með forsendum sem hvorki er hægt að hrekja né staðfesta.

kv.

Sindri Karl Sigurðsson, 29.12.2013 kl. 00:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • w-blogg160424b
  • w-blogg160424a
  • w-blogg120424c
  • w-blogg120424b
  • w-blogg120424a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 5
  • Sl. sólarhring: 155
  • Sl. viku: 1754
  • Frá upphafi: 2348632

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 1535
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband