Norðvestanstrengurinn

Nú liggur mikill norðvestanstrengur í háloftunum yfir landið. Lægð sem er (seint á mánudagskvöldi 18.11.) að myndast við strönd Grænlands norður af Vestfjörðum hreyfist mjög hratt til suðausturs og dýpkar. Hún fer hjá landinu á morgun. Hlýtt loft er að ná yfirhöndinni í háloftunum en þegar lægðin fer hjá fleygast sneið af köldu norðlægu lofti undir það hlýja. Svo sækir hlýja loftið aftur að.

En lítum á kort sem gildir um hádegi á morgun. Það sýnir hæð 925 hPa-flatarins (í dekametrum) auk hita og vinds í fletinum. Jafnhæðarlínur eru heildregnar, hiti sýndur í lit og vindur með hefðbundnum vindörvum.

w-blogg191113a 

Hér er lægðin norður af Melrakkasléttu og verður úr sögunni hjá okkur á miðvikudaginn. Við sjáum kaldan streng frá Grænlandsströnd stefna á Vestfirði - en annar kemur á móts við hann úr norðaustri. Sá er heldur kaldari og stuggar sjaldséðri norðvestanáttinni frá. Þessi staða var (og er) oft hættuleg minni skipum á miðunum.  

Við sjáum að í þessum fleti er kalda loftið í framsókn á landinu öllu (vindurinn ber blálituðu fletina til suðausturs). Á móti kemur hlýtt loft sem er á leið til austurs sunnar á kortinu. Þetta loft á að ná til landsins á miðvikudag, en gæti tekið tíma fyrir það að hreinsa kalda loftið frá þar sem hlýtt loft er léttara en kalt.

En norðvestanstrengurinn er býsna stífur skammt undan Vesturlandi. Þegar vindur snýst úr vestri í norðvestur og norður á Suðausturlandi getur hann rifið verulega í vegna bylgjugangs sem myndast þar yfir fjallgörðum. Bylgjurnar eru reyndar mjög háreistar þótt ekki séu þær jafnskæðar og yfir Austur-Grænlandi. Þar sést bylgjugangurinn alveg upp í 23 km hæð (og sjálfsagt ofar) þar sem vindurinn liggur þvert á ströndina. Þar uppi er kalt í bylgjutoppum og rétt hugsanlegt er að við sjáum fyrstu glitský haustsins - ef neðri ský byrgja ekki sýn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • w-blogg160424b
  • w-blogg160424a
  • w-blogg120424c
  • w-blogg120424b
  • w-blogg120424a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 18
  • Sl. sólarhring: 138
  • Sl. viku: 1767
  • Frá upphafi: 2348645

Annað

  • Innlit í dag: 18
  • Innlit sl. viku: 1548
  • Gestir í dag: 18
  • IP-tölur í dag: 18

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband