Þungskreið lægð (meinlítil fyrir okkur)

Næsta lægð fer til austurs fyrir sunnan land um helgina. Hún er stór um sig og talsvert djúp en hefur aðallega óbein áhrif hér á landi. Sjá má tillögu evrópureiknimiðstöðvarinnar um ástandið á hádegi á laugardag hér að neðan. Laugardagurinn er líka fyrsti vetrardagur í ár samkvæmt íslenska tímatalinu. Hann er í tilfinningunni ískyggilegastur fyrir að sýna svart á hvítu að sex mánuðir séu eftir til vors - að minnsta kosti. Veturinn hér á landi er miklu lengri heldur en blessað örstutt sumarið.

w-blogg251013 

Við sjáum hvernig aðallægðin hefur slitnað frá úrkomubakkanum sem fer hraðar til austurs heldur en lægðarmiðjan. Ef vel er að gáð má sjá mun minni lægð við bakkann norðanverðan - sú verður aðeins nærgöngulli við okkur heldur en aðallægðin - en fer líka til austurs. Eins og við er að búast snýst vindur á landinu meira til norðurs á sunnudaginn.

Breskir og danskir veðurfræðingar fylgjast vel með lægðinni suðaustur af Nýfundnalandi. Í sumum spám fer hún býsna kröpp yfir Bretland og síðan norðaustur um Skagerak á mánudag. En þetta er sýnt illviðri en ekki gefið. Þriggja til fjögurra daga spár hafa haft tilhneigingu til þess að undanförnu að mála veðrið nokkuð sterkum litum - sem síðan vatnast út þegar nær dregur. En allur er varinn góður.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • w-blogg160424b
  • w-blogg160424a
  • w-blogg120424c
  • w-blogg120424b
  • w-blogg120424a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 495
  • Sl. viku: 2243
  • Frá upphafi: 2348470

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 1964
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband