Nćr samkomulagi

Reiknimiđstöđvar eru nú nćr samkomulagi um miđvikudagsveđriđ heldur en í gćr. Hvor um sig hefur gefiđ nokkuđ eftir. Spá evrópureiknimiđstöđvarinnar er mun linari heldur en var en sú bandaríska aftur harđari á ţví. Ţrátt fyrir ţađ má enn segja eitthvađ um efniđ.

Kortiđ ađ neđan sýnir sjávarmálsţrýsting (heildregnar, svartar línur) og hćđ 500 hPa-flatarins (ekki ţykktina) í lit.

w-blogg211013a

Kortiđ gildir á sama tíma og kortin sem sýnd voru í pistli gćrdagsins, kl. 12 á hádegi á miđvikudag 23. október. Háloftalćgđin (litirnir) er áberandi en ekki eins snörp og sýnt var í gćr, munar ađ minnsta kosti 60 metrum - hún er heldur ekki komin alveg jafnlangt og í spá gćrdagsins. Örvarnar eiga ađ sýna hreyfistefnu og leiđ lćgđarinnar.

Heildregnu línurnar sýna sjávarmálsţrýsting og má sjá ađ ţćr liggja nánast beint í gegnum háloftalćgđina - eins og hún sé ekki til. Ţetta er ţađ sem ritstjórinn hefur kallađ ţverskorinn kuldapoll. Almennt má segja ađ ţetta séu verstu kuldapollarnir á markađnum. Ţessi er kannski hvorki sérlega stór né djúpur en sýnir samt ćttarmótiđ.

Ţađ er ekkert af ástćđulausu ađ illviđriđ sem var í spám evrópureiknimiđstöđvarinnar í gćr varđ svo slćmt - mjög lítiđ má út af bregđa í stöđu sem ţessari. Vonandi sleppum viđ ţó ađ mestu í ţetta sinn.

Hér er umhugsunar- og eftirtektarvert ađ vegna ţess ađ kuldapollurinn sést ekki á venjulegum sjávarmálskortum er hans ekkert getiđ í veđurfréttum - ţrátt fyrir ađ hann sé (annađ) ađalatriđiđ í stöđunni. En svona eru reglurnar.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veđurfrćđingur og áhugamađur um veđur.

Fćrsluflokkar

Mars 2024
S M Ţ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • w-blogg200324b
  • w-blogg200324a
  • Slide10
  • Slide9
  • Slide8

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 32
  • Sl. sólarhring: 52
  • Sl. viku: 523
  • Frá upphafi: 2343285

Annađ

  • Innlit í dag: 29
  • Innlit sl. viku: 475
  • Gestir í dag: 27
  • IP-tölur í dag: 25

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband