Lægðardrag

Nú hagar þannig til að djúp en mjög hægfara lægð langt suður í hafi skýtur smáskömmtum af hlýju lofti til norðurs yfir Ísland. Með hverjum skammti fylgir úrkoma og loftþrýstifall, lægð nær trauðla að myndast en lægðardrag yfir landinu þokast til vesturs og austurs á víxl. Lítum fyrst á þykktarkort sem gildir um hádegi á mánudag.

w-blogg300913aaa

Jafnþykktarlínur eru heildregnar en 850 hPa hiti er sýndur með litum. Þetta er mjög hlýtt loft, þykktin yfir Reykjavík er 5480 metrar, sumargildi, og hiti í 850 hPa (1360 metra hæð) er um 5 stig. Líka harla gott. Hugsanlegt er að hlýindanna verði vart austur á fjörðum en grunnur fleygur af kaldara lofti liggur yfir öllu Vestur- og Norðurlandi með frosti á háfjöllum Vestfjarða og Norðurlands.

Litakvarðinn á næsta korti sýnir svokallaðan jafngildismættishita í 850 hPa hæð. Það er sá hiti sem loftið myndi öðlast ef allur rakinn í því væri þéttur og það síðan dregið niður undir sjávarmál.

w-blogg300913aa

Kortið sýnir því bæði hita og raka. Brúnu svæðin eru bæði hlý og rök. Tölur sem sjá má á stangli sýna jafngildismættishitann í Kelvingráðum. Talan suður af landinu er 317,2K eða 44°C. Rakinn er orkuríkur - en sá varmi stendur okkur ekki til boða. Við megum taka eftir því að hitasviðið er mjög bratt, það er nærri því ekkert rými fyrir grænu litina við Vestfirði og í bláa litnum sést talan 285,4K (12°C). Hér er loft greinilega af mjög ólíkum uppruna hvoru megin garðs, munar 32 stigum.

En við sjávarmál lítur þetta svona út:

w-blogg300913a

Jafnþrýstilínur eru heildregnar, en lituðu svæðin sýna úrkomuna í mm/3 klst. Á bláu svæðunum er úrkomunni spáð 5 til 10 mm á 3 klst. Það er verulegt - blautur dagur um stóran hluta landsins. Höfuðborgarsvæðið er í jaðrinum. Ef kortið er stækkað má sjá litla krossa í græna litnum yfir Norðurlandi. Þar segir líkanið að hann snjói. En hér á hungurdiskum tökum við enga afstöðu til þess - bendum bara á spár Veðurstofunnar. Í þeim eru áreiðanlegri upplýsingar - og nýrri.

Mikil froða - lítið efni, nema fyrir þau fáu nörd sem eru að æfa sig í kortalestri.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Slide10
  • Slide8
  • Slide6
  • Slide5
  • Slide4

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.4.): 25
  • Sl. sólarhring: 166
  • Sl. viku: 1649
  • Frá upphafi: 2349609

Annað

  • Innlit í dag: 24
  • Innlit sl. viku: 1495
  • Gestir í dag: 24
  • IP-tölur í dag: 24

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband