Hlýtt þar - kalt hér

Þar, í fyrirsögninni, vísar til hlýinda í Mið-Evrópu. Hlýr strókur sunnan frá Miðjarðarhafi gengur þar til norðausturs í vikunni. En á eftir fylgir lægðardrag með þrumum og kaldara veðri. Þetta sést á kortinu hér að neðan. Það er frá evrópurreiknimiðstöðinni og gildir kl. 18 á fimmtudag (20. júní).

w-blogg180613

Jafnhæðarlínur eru heildregnar og sýna lægðir, lægðardrög og hæðarhryggi. Litafletir sýna þykktina. Hún er meiri en 5700 metrar á stóru svæði sem rétt snertir Danmörku og Svíþjóð og nær alveg suður til Miðjarðarhafs. Smáblettur sýnir meiri þykkt heldur en 5760 metra. Nýleg úrkoma sem olli flóðum á svæðinu er líkleg til að draga heldur úr hámarkshita - mikil orka fer í að láta bleytuna gufa upp. Þó eru hitaaðvaranir í gildi í að minnsta kosti Austurríki, Tékklandi og hluta Póllands auk sumra Balkanlanda.

Lægðin yfir Frakklandi fer til norðausturs og henni fylgja miklir þrumugarðar og öllu svalara veður. Hér á landi sitjum við hins vegar uppi með þykkt á bilinu 5340 til 5400 metra. Það er allt of lágt - hámarkshiti á landinu nær 15 til 18 stigum þar sem sólin skín. Allt umfram það telst sérstök heppni. Og ekki allt búið enn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • w-blogg200324b
  • w-blogg200324a
  • Slide10
  • Slide9
  • Slide8

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 23
  • Sl. sólarhring: 61
  • Sl. viku: 514
  • Frá upphafi: 2343276

Annað

  • Innlit í dag: 20
  • Innlit sl. viku: 466
  • Gestir í dag: 20
  • IP-tölur í dag: 19

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband