Á góu

Nú er góa rúmlega hálfnuð. Af því tilefni má líta á hitafar í þessum forna mánuði aftur til 1846. Meðalhiti í Reykjavík á góu á árabilinu 1961 til 1990 var 0,9 stig og síðustu 10 árin 1,9 stig. Nýja öldin hefur farið vel af stað rétt eins og í flestum mánuðum öðrum.

Myndin að neðan sýnir meðalmorgunhita í Stykkishólmi á góu 1846 til 2012.

w-blogg130313-goa

Hlýjasta góan var árið 1929, en sú kaldasta 1881, þar munar 15,8 stigum. Hlýnunin mikla um og upp úr 1920 sker sig nokkuð úr - en erfitt er að skipta tímanum þar á eftir í hlýinda- og kuldaskeið - ólíkt flestum öðrum árstímum. Kaldasta góan frá 1920 kom 1947 og fátt sker sig úr síðan fyrr en að hlýindi síðustu 10 ára eru meiri en áður hefur þekkst að undanteknum árunum 10 frá 1923 til 1932 þegar var jafnhlýtt og að undanförnu.

Góan var köld 1919 en annars virðist sem hún hafi verið snemma á ferð í hlýindunum því frekar hlýtt var á þessum árstíma öll árin 1916, 1917 og 1918. Á 19. öld komu nokkrar hlýjar góur um 1850, sú hlýjasta 1856 og þurfti að bíða í 73 ár eftir betri. Árið 1929 voru menn á lífi sem mundu 1856 og að vonum líktu þeir þessum tveimur öndvegismánuðum saman.

Góan 1856 er enn sú þriðja hlýjasta og hafa eldri veðurnörd nú beðið í 49 ár eftir annarri eins og 1964, 1963 var litlu síðri.

Annars er það af góunni nú að frétta að hún telst enn í hópi þeirra hlýrri, stendur í Reykjavík í 2,5 stigum, 1,6 yfir meðallaginu 1961 til 1990 og 0,6 yfir meðallagi síðustu 10 ára. Það þrátt fyrir kuldann framan af síðustu viku.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • w-blogg230424
  • Slide10
  • Slide8
  • Slide6
  • Slide5

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.4.): 100
  • Sl. sólarhring: 128
  • Sl. viku: 1724
  • Frá upphafi: 2349684

Annað

  • Innlit í dag: 93
  • Innlit sl. viku: 1564
  • Gestir í dag: 89
  • IP-tölur í dag: 85

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband