Af sólskini í apríl

Hér er fjallađ um hámarkssólskinsstundafjölda í Reykjavík og á Akureyri í aprílmánuđi. Sól hćkkar nú mjög á lofti og daginn lengir. Upplýsingar eru viđ höndina um sólskinsstundir í Reykjavík alla daga allt aftur til 1923 og á Akureyri flesta daga aftur til 1949, en ţó vantar upplýsingar ţar í apríl 1950, 1951 og 1989. Mćlingar hafa veriđ gerđar lengur á báđum stöđum en daglegar tölur hafa ekki veriđ settar inn í tölvutćka töflu.

Ţótt reiknađur sólargangur (og ţar međ birtutími) sé lengri á Akureyri heldur en í Reykjavík í apríl sýna mćlingar samt lćgri tölur á fyrrnefnda stađnum. Ţetta stafar af nálćgđ fjalla fyrir norđan. Fjöll stytta líka sólargang í Reykjavík. Ţeir sólskinsmćlar sem hafa veriđ notađir mćla ekki mikiđ lengri sólskinsstundafjölda en 18 til 19 klukkustundir - ţví ţeir skyggja á sjálfa sig komist sólin í nćgilega norđlćga stöđu. Margt miđur skemmtilegt getur spillt sólskinsmćlingum - en viđ ţykjumst ekki taka eftir ţví. Höfum ţó í huga ađ mćliađstćđur hafa breyst á stöđunum báđum - stöđvar hafa veriđ fluttar um set og skráning hefur ekki veriđ nákvćmlega eins allan tímann.

w-blogg250412

Lárétti ásinn sýnir daga aprílmánađar, en sá lóđrétti klukkustundir. Fyrstu daga mánađarins er hámarkssólskinsstundafjöldi um 12 til 13 klukkustundir í Reykjavík en um 11 til 12 á Akureyri. Viđ verđum ađ trúa ţví ađ ţessa daga hafi sólin skiniđ nánast allan ţann tíma sem mögulegur er. Smáóregla frá degi til dags bendir ţó til ţess ađ gera megi ađeins betur ţá daga sem lágt liggja.

Sólskinsstundum fjölgar jafnt og ţétt eftir ţví sem á mánuđinn líđur. Sé bein lína dregin í gegnum Reykjavíkurferilinn kemur í ljós ađ hámarkssólskinsstundafjöldi vex um rúmar 6 mínútur á dag, en um tćpar 8 mínútur á dag á Akureyri.

En heiđskírir dagar eru fáir á Íslandi - meira ađ segja í apríl. Séu skýjahuluathuganir í Reykjavík teknar bókstaflega hefur enginn alveg heiđskír dagur komiđ ţar í apríl ađ minnsta kosti frá 1949. En ţá er miđađ viđ allan sólarhringinn - ekki bara ţann tíma sem sól er á lofti. Nokkrir dagar voru nćrri ţví heiđskírir - 21. og 22. apríl 1964, 2. apríl 1999 og 19. apríl 2000. Fimm dagar voru heiđskírir á Akureyri á sama tíma (ţar skyggja fjöll ekki ađeins á sól heldur einnig á ský niđur undir sjóndeildarhring).

Hversu margar yrđu sólskinsstundirnar ef heiđskírt vćri alla daga aprílmánađar? Í Reykjavík vćru ţćr ađ minnsta kosti 422 en 385 á Akureyri. Viđ fáum vonandi aldrei ađ upplifa ţađ - ţá vćri heimsendir líklega í nánd. En flestar hafa sólskinsstundirnar orđiđ 242,3 í apríl í Reykjavík. Ţađ var áriđ 2000. Sól skein ţá í um ţađ bil 57% af ţeim tíma sem hún var á lofti. Međaltal aprílmánađar er mun lćgra, 140 stundir. Í apríl 2000 gerđi einn lengsta samfellda sólskinskafla sem vitađ er um í Reykjavík ţegar sólin skein í meir en 10 klst 12 daga í röđ dagana 14. - 25.

Sólskinskaflinn mikli byrjađi međ sérkennilegu norđanskoti ţann 14. apríl. Ţá skemmdust m.a. 130 bílar af grjótfoki á Selfossi - eigendur ţeirra hljóta ađ muna vel eftir ţví.

Á Akureyri var apríl 2000 einnig metsólskinsmánuđur, ţá mćldust ţar 196,3 sólskinsstundir, međaltaliđ er 129,7.

Í algjöru framhjáhlaupi má geta ţess ađ óvenju djúp lćgđ miđađ viđ árstíma er nú suđvestur af Bretlandseyjum. Ţrýstingur er undir 970 hPa í lćgđarmiđju. Hungurdiskum hefur ekki tekist ađ finna nákvćmlega hvert apríllágmarkiđ er á ţessum slóđum. Trúlega er eitthvađ niđur í aprílmet fyrir England eđa Frakkland - en alla vega er ţetta nokkuđ óvenjulegt. Sömuleiđis er 500 hPa-hćđinni spáđ niđur fyrir 5160 metra í lćgđamiđjunni - og ţađ er ekki venjulegt í apríl á Ermarsundi.

Hér á landi fer ţrýstingur niđur fyrir 970 hPa í fjórđa til fimmta hverjum aprílmánuđi ađ međaltali.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veđurfrćđingur og áhugamađur um veđur.

Fćrsluflokkar

Apríl 2024
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • w-blogg160424b
  • w-blogg160424a
  • w-blogg120424c
  • w-blogg120424b
  • w-blogg120424a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 84
  • Sl. sólarhring: 289
  • Sl. viku: 2326
  • Frá upphafi: 2348553

Annađ

  • Innlit í dag: 75
  • Innlit sl. viku: 2038
  • Gestir í dag: 72
  • IP-tölur í dag: 72

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband