Minnkar vindur þegar byrjar að rigna?

Svar: Það er nú allur gangur á því. Úrkoma fylgir gjarnan loftþrýstibreytingum og þegar þær eru miklar er vindur oftast hvass. Hvassviðri með rigningu er eitt einkenna íslensks veðurlags.

Engu að síður verður ákveðin eðlisbreyting á hvössum vindi þegar úrkoma hefst - alla vega sumstaðar. Vindstrengir af völdum landslags eru meiri þegar loft er stöðugt heldur en þegar það er óstöðugt. Hugtakið „stöðugur“ er notað þegar loft er tregt til lóðréttrar hreyfingar. Þá vill vindur frekar beygja framhjá fjöllum heldur en að fara yfir þau og ef það neyðist til að fara yfir verða til ægilegir strengir í fjallaskörðum og á fjallshryggjum.

Þegar loft er óstöðugt sér það landslagið mun síður og fer hiklítið þvert yfir fjöll - í stað þess að beygja framhjá. Úrkoma dregur (að jafnaði) úr stöðugleika. Þar með dregur úr vindstrengjum. Þar sem þannig hagar til á landinu að vindur verður hvassastur þegar hann leggst í strengi getur því dregið úr átökum þegar hellirignir og lóðréttur stöðugleiki minnkar. 

Þetta er þó varla hálfur sannleikur. Vindhraði er í reynd afleiðing margra samverkandi orsakaþátta. Sé loft óstöðugt og vindur jafnframt hvass getur óstöðugleikinn aukið vindhraða vegna þess að skriðþungi efri vinds dreifist betur niður á við heldur en þegar loft er stöðugt.

Minnkar vindur þá eða vex hann þegar byrjar að rigna? Ekki geta hungurdiskar svarað því á einhlítan hátt - en lesendur ættu að gefa þessu gaum, hver á sínum stað á landinu.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

........rigning samfara miklum vindi er kölluð  " slagregn". Engin höfuðborg

í veröldinni getur státað af jafn tíðu og miklu slagregni og Reykjavík. Ef

gluggar standast staðlað slagregnspróf á rannsóknarstofu ,þar sem líkt er eftir

láréttri rigningu í gömlum 10 vindstigum ( Beaufort skali?) - líkt og aðstæður eru

oft á austurhlið hárra bygginga á Reykjavíkursvæðinu ,- þá fær glugginn gæðavottun. 

Þar sem hluti vindorkunnar fer í að " ýta" vatnsmassanum áfram , hlýtur

vindhraðinn að minnka eitthvað. En það er flókið reikningsdæmi sem 

undirritaður hefur ekki séð formúlu fyrir.

óli Hilmar Briem Jónsson (IP-tala skráð) 19.9.2011 kl. 09:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • w-blogg200324b
  • w-blogg200324a
  • Slide10
  • Slide9
  • Slide8

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 1
  • Sl. sólarhring: 59
  • Sl. viku: 399
  • Frá upphafi: 2343312

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 361
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband