Lengi má leita ađ metum og finna (nörđafćrsla)

Hver skyldi hafa veriđ léttskýjađasti (?) dagur landsins í júlímánuđi? En sá skýjađasti? Eđa skyggnisversti - og besti? Rétt er ađ upplýsa ţađ strax í upphafi ađ svo litlu munar á fjölmörgum dögum ađ svörin geta aldrei orđiđ nákvćmlega rétt auk ţess skiptir máli hvernig reiknađ er - en ţađ verđur ekki upplýst hér - ef mađur galdrar eitthvađ upp úr hatti - ţá galdrar mađur upp úr hatti. En ţađ má ţó upplýsa ađ reikningarnir ná aftur til 1949 - ţađ ár međtaliđ.

Koma ţá dagarnir:

Dagur lágmarksskýjahulu er 13. júlí 1992 - međalskýjahula var ţá innan viđ 1/8. Eini júlídagurinn sem nćr ţeim árangri. Menn geta svo klórađ sér í höfđinu og reynt ađ rifja ţennan dag upp.

w-blogg230711

Svo vill til ađ gervihnattamynd er til frá ţessum degi - og sannarlega má sjá heiđríkjuna yfir landinu. Ţoka virđist vera á Húnaflóa og viđ Austfirđi, en nćr varla inn á land.

Mjög litlu munar á ţessum ágćta degi og skýleysinu 4. júlí 1968 - en ţá sólbrann ég mjög eftirminnilega - hef ekki brunniđ jafnmikiđ síđan.

Skýjađasti júlídagurinn er hins vegar sá 26. áriđ 1976 - rigningasumariđ mikla á Suđurlandi og öndvegissumar nyrđra og eystra. Međalskýjahula náđi nćrri ţví 8/8 hlutum, vantar 0,07 hluta upp á. Fleiri dagar koma í halarófu á eftir međ litlu minni skýjahulu - ađeins skeikar hundruđustuhlutum.

Skyggnisbesti júlídagurinn á ţessu tímabili er sá 13., áriđ 2001. Nokkuđ var háskýjađ sunnanlands ţennan dag ţótt skyggni vćri afbragđsgott. Spurning hvort viđ munum nokkurn tíma nćstu árin ná jafngóđu skyggni.

Verst var júlískyggniđ á landinu ţann 12. 1984, bćđi dagurinn á undan og dagurinn á eftir eru á topp 10 skyggnisleysis, en rigningasumariđ mikla á Suđurlandi 1984 byrjađi ţá dagana á afskaplega lymskulegan hátt.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurđur Ţór Guđjónsson

Man vel eftir 4. júlí 1968. Fór ţá til Ţingvalla. En hver skyldi nú vera hlýjasti dagur sem mćlst hefur á landinu ađ sólarhringsmeđaltali allra stöđva? Nokkrir dagar hafa réttarstöđu grunađra í mínum huga en hvers skyldi vera sá eini rétti? Og hver skyldi hafa mesta hámarkshita allra stöđva? 

Sigurđur Ţór Guđjónsson, 23.7.2011 kl. 16:10

2 Smámynd: Trausti Jónsson

Sigurđur: Ég skal galdra ţađ úr hattinum - ég fć fleiri kanínur eftir helgina. En skrifađu nú niđur stöđu grunađra áđur en ákćrulistinn birtist. Hvort svo ákćrđir eru svo sekari heldur en grunađir kemur ekki í ljós nema í réttarhöldum (ég var ađ horfa á gamlan Perry Mason ţátt í sjónvarpinu).

Trausti Jónsson, 24.7.2011 kl. 00:55

3 Smámynd: Sigurđur Ţór Guđjónsson

Ég hef nú ekki úr miklum međalhitafarsrannsóknarlögreglugagnagrunni (lengsta nýyrđi seinni ára) ađ mođa, en gćti trúađ ađ  31. júlí 1980  og 11. ágúst 2004 séu ćđi grunsamlegur hvađ varđar háan međalhita yfir allt landiđ sem er reyndar ansi stórt og hitafarsbreytilegt. Ađrir dagar sem ég gruna mjög um heitfenga grćsku eru 30. júlí 1980 og 30. júlí 2008. Kannski eiga heitustu dagarnir kringum 20. júní 1949 sjens en um ţá veit ég fremur lítiđ. Svo held ég ađ hinn lymskulega lítt áberandi 24. júlí 1981 sé nú ekki allur ţar sem hann er séđur. En kannski eru ţađ einhvejrir allt ađrir dagar sem eru hlýjastir ađ landsmeđalhita. Gaman vćri svo ađ vita hvernig heitustu dagarnir í hitabylgjunum í júní 1939 og júli 1944, 1908, 1911 og 1894 kćmu út ef hćgt vćri einhvern veginn ađ bera ţá saman viđ okkar tíma. 

Sigurđur Ţór Guđjónsson, 24.7.2011 kl. 14:34

4 identicon

4. júlí 1968 er eftirminnilegastur fyrir ađ ţá kom í Stórhöfđa Flosi Hrafn Sigurđsson viđ annan mann og settu upp síritandi vindhrađamćli. Ţá sáust fyrst mestu hviđurnar.

Óskar J. Sigurđsson (IP-tala skráđ) 24.7.2011 kl. 16:49

5 Smámynd: Trausti Jónsson

Ţađ var gott ađ fá lista yfir ţá grunuđu Sigurđur. Ákćran kemur svo fljótlega. Ţakka ţér fyrir Óskar ađ minna á ţennan merka atburđ á Stórhöfđa. Ég man daginn helst fyrir sólbrunann ţví daginn eftir tók ég bílpróf - hálfveikur og sviđinn. En lét mér ađ kenningu verđa.

Trausti Jónsson, 25.7.2011 kl. 01:31

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veđurfrćđingur og áhugamađur um veđur.

Fćrsluflokkar

Apríl 2024
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • w-blogg160424b
  • w-blogg160424a
  • w-blogg120424c
  • w-blogg120424b
  • w-blogg120424a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 74
  • Sl. sólarhring: 119
  • Sl. viku: 1823
  • Frá upphafi: 2348701

Annađ

  • Innlit í dag: 67
  • Innlit sl. viku: 1597
  • Gestir í dag: 63
  • IP-tölur í dag: 63

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband