Frá júní yfir í júlí

Margir hafa áhyggjur af ţví ađ kuldi fylgi kulda, kaldur júlí komi á eftir köldum júní. Sannleikurinn er sá ađ júní segir nćrri ţví ekki neitt um júlí. Hlýr júlí getur fylgt köldum júní - en munum líka ađ kaldur júní getur líka veriđ undanfari kulda í júlí. En lítum á mynd sem sýnir hitabreytingu frá júní yfir til júlímánađar í Stykkishólmi. Fyrsta áriđ sem viđ getum reiknađ er 1808. Mćlingar áranna 1798 til hausts 1807 byggja eingöngu á mćlingum Sveins Pálssonar náttúrufrćđings og lćknis í Kotmúla í Fljótshliđ. Sveinn var oft ađ heiman ađ sumarlagi og mćlingar á ţeim tíma árs ţví stopular hjá honum. Viđ vitum meira um vetrarhita á ţeim tíma.

w-blogg020711

Lóđrétti ásinn sýnir hitamun júlí og júní, ţví hćrri sem talan er ţví hlýrra var í júlí miđađ viđ mánuđinn á undan. Punktalínan sýnir međalhćkkun hita, 1,8 stig, sem júli er ađ jafnađi hlýrri heldur en júní. Á myndinni má sjá ađ á 19. öld er međalhlýnunin meiri heldur en síđar. Ég held ađ ţađ sé rétt. ţótt óvissa sé ađ vísu allmikil í mćlingum fyrir 1850. Skýringin vćri sú ađ heimskautaloftiđ hafi veriđ heldur ţyngra í vöfum á ţessum hafísatímum heldur en síđar var, - sólin hins vegar jafndugleg.

Sumariđ 1917 sker sig úr fyrir mikla hlýnun, ţá kom mjög hlýr júlí á eftir köldum júní. Nokkur ár fyrir 2000 sýna einnig mikla hlýnun, síđast 1997. Eftir aldamót hefur munurinn veriđ nćrri langtímameđaltalinu. Viđ sjáum einnig ađ nokkrum sinnum hefur júlí veriđ kaldari heldur en júní. Síđast gerđist ţađ 1970 og 1963. Eldri lesendur muna sumir volćđi ţessara tveggja júlímánađa, ótrúlegir veđuratburđir.

Á 19. öld  eru tilvikin ţannig ađ venjulegir eđa svalir júlímánuđir komu á eftir fádćma hlýjum júnímánuđum. Ţannig var ţađ alla vega 1871, en tölunum frá 1831 fylgir talsvert meiri óvissa.

Síđari mynd dagsins sýnir međalhita í júní og júlí á Akureyri. Henni er ćtlađ ađ upplýsa ađ engin fylgni er milli hita mánađanna tveggja.

w-blogg020711b

Lárétti ásinn sýnir međalhita í júní, en sá lárétti hita júlímánađar. Ţeir sem vanir eru myndum af ţessu tagi sjá ađ sáralítil fylgni er á milli. Kaldasta júní fylgdi ţó kaldasti júlí (hryllingssumariđ 1882). Sömuleiđis virđist tilhneiging vera til ţess ađ óvenju hlýjum júnímánuđum fylgi ekki óvenju kaldir júlímánuđir. Tökum lítiđ mark á júlí 1855 - hann fćr ţó ađ fylgja međ, hér er ekkert faliđ.

Niđurstađan er ţví sú ađ nćsti mánuđur, júlí 2011, ber ekki međ sér neinar kuldaerfđasyndir yfir í júlí, hann er óskrifađ blađ. Svo sjáum viđ bara til.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veđurfrćđingur og áhugamađur um veđur.

Fćrsluflokkar

Apríl 2024
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • w-blogg230424
  • Slide10
  • Slide8
  • Slide6
  • Slide5

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 373
  • Sl. sólarhring: 500
  • Sl. viku: 1689
  • Frá upphafi: 2350158

Annađ

  • Innlit í dag: 333
  • Innlit sl. viku: 1536
  • Gestir í dag: 324
  • IP-tölur í dag: 312

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband