Sumareinkunn Reykjavíkur og Akureyrar 2017

Undanfarin ár hefur ritstjóri hungurdiska birt ţađ sem hann kallar sumareinkunn fyrir Reykjavík og Akureyri. Margoft hefur veriđ skýrt út hvernig reiknađ er og verđur ekki endurtekiđ hér.

Ţess verđur ţó ađ geta ađ fjórir ţćttir eru undir: Međalhiti, úrkomumagn, úrkomutíđni og sólskinsstundafjöldi. Hver sumarmánuđur er tekinn sérstaklega og getur mest fengiđ einkunnina 16, en minnst núll. Hćsta mögulega einkunnasumma sumars er ţví 48, en ekkert sumar tímabilsins 1923 til 2017 hefur skorađ svo vel. 

w-blogg020917a

Sumariđ 2017 endađi međ 32 stig, 8 stigum ofan međallags alls tímabilsins og í flokki góđra sumra. Reykjavíkurritiđ er mjög tímabilaskipt. Sumur voru lengst af mjög góđ eđa sćmileg fram til 1960 eđa svo, en ţá tók viđ afskaplega dapur og langur tími sem stóđ linnulítiđ í rúm 40 ár. Frá og međ árinu 2004 fóru sumur ađ leggjast langt ofan međallags og hefur svo gengiđ síđan - ađ mestu, ţví sumrin 2013 og 2014 voru döpur ađ ţessu tali.

Ágúst fékk hćsta einkunn sumarmánađanna í ár (12 stig), en júní lakasta - en enginn mánuđur kom illa út. 

En ţetta er nú allt til gamans og telst vart til alvarlegra vísinda. 

w-blogg020917b

Á Akureyri er gćtir tímabilaskiptingar minna en syđra, en almennt má ţó segja ađ sumur hafi á ţessari öld fengiđ heldur hćrri einkunn en algengust var á tímabilinu 1950 til 1970. Sumrin 2015 og 2016 voru harladauf - en ekki ţó í afleita flokknum. 

Sumariđ 2017 var mjög misskipt á Akureyri. Heildareinkunn var 23 stig - eiginlega alveg í langtímameđaltalinu, en leynir ţví ađ júlí var afbragđsgóđur, međ 12 stig og júní mjög daufur međ ađeins 4 stig. 


Nýtt landshitamet septembermánađar

Óhćtt er ađ segja ađ september í ár hafi byrjađ međ látum. Hámarkshiti dagsins (ţ.1.) mćldist 26,4 stig á Egilsstöđum og hefur aldrei fariđ hćrra hér á landi í septembermánuđi. Gamla metiđ var 26,0 stig, sett á Dalatanga ţann 14. áriđ 1949. Ţetta er annađ mánađarlandshitametiđ sem sett er á árinu en 12. febrúar mćldist hiti á Eyjabökkum 19,1 stig, hćrri en nokkru sinni hefur áđur mćlst í ţeim almanaksmánuđi. 

Eyjabakkametiđ vekur reyndar nokkra umhugsun um ţađ hvađ hámarkshiti er og hefur ekki enn fengiđ fullkomiđ heilbrigđisvottorđ. Samt sést ţađ nú ţegar tilfćrt í erlendum metaskrám (met eru eftirsótt vara virđist vera). 

Egilsstađametinu í dag fylgja engar sérstakar áhyggjur - nema ţćr venjulegu, sem lúta ađ umbúnađi hitaskynjarans og minnst hefur veriđ á áđur hér á ţessum vettvangi - og er löglegur talinn (eđa ţannig). 

Ţađ er mjög sjaldgćft ađ hiti mćlist 25 stig eđa meira hér á landi í september, en ţađ er auđvitađ líklegast fyrstu daga mánađarins. 

Ritstjóri hungurdiska fćr vonandi tćkifćri til ţess síđar ađ gera nánari grein fyrir metinu. 

Fjöldi septemberhitameta féll á veđurstöđvum landsins í dag. Nördin geta séđ ţau í lista í viđhengi ţessa pistils - ţar eru ađeins nefndar stöđvar sem starfađ hafa í 10 ár eđa meira. 

Dagurinn varđ fimmtihlýjasti dagur ársins á landsvísu, en átti hćsta hámarkshita ţess á rúmlega 20 stöđvum (sjá viđhengi).

Hitasveifla dagsins var stór á Egilsstöđum ţví nćturlágmarkshitinn ţar var ekki nema 2,9 stig. Spönnin ţví 23,5 stig. Skyndilegar hitasveiflur komu fram á nokkrum stöđvum, t.d. á Mánárbakka ţar sem hiti var 23,3 stig klukkan rúmlega 15, en féll skömmu síđar niđur í 13,6 stig - ofanloft vék fyrir utanlofti. Á Siglufirđi hćkkađi hiti hins vegar snögglega um 8,2 stig innan klukkustundar milli 13 og 14. Svipađar tölur sáust úr Flatey á Skjálfanda ţar sem hitinn stakk sér stutta stund upp fyrir 21 stig - en var annars mun lćgri. Ţar kom ofanloft greinilega viđ sögu.


Skrár tengdar ţessari bloggfćrslu:

Bloggfćrslur 2. september 2017

Um bloggiđ

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veđurfrćđingur og áhugamađur um veđur.

Fćrsluflokkar

Mars 2024
S M Ţ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • w-blogg200324b
  • w-blogg200324a
  • Slide10
  • Slide9
  • Slide8

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 18
  • Sl. sólarhring: 67
  • Sl. viku: 416
  • Frá upphafi: 2343329

Annađ

  • Innlit í dag: 14
  • Innlit sl. viku: 374
  • Gestir í dag: 13
  • IP-tölur í dag: 13

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband