Kaldir júnídagar (langt síđan)

Setjum okkur í stellingar og rifjum upp nokkra kalda júnídaga. Ţetta er ađ vísu harla ţurr upptalning, en ef til vill felst í henni einhver hollusta.

Fyrst er listi yfir köldustu júnídaga á landsvísu frá 1949 ađ telja. Engin breyting hefur orđiđ á ţessum lista síđan hann var síđast birtur hér á hungurdiskum fyrir langalöngu.

röđármándagurlandsm.h.
11975620,60
21997670,81
31975630,94
41975610,99
51952621,79
61975641,90
719736102,14
81977662,17
91983612,23
101975652,30
111956672,38
121952632,43
1219736112,43
141977672,48

Reyndar er enginn dagur á öldinni nýju á listanum. Gömul og legin veđurnörd kannast vel viđ flestar ţessar dagsetningar - hrollkaldar minningar lćđast ađ. Kaldastur júnídaga var sá 2. 1975, hluti af hrikalegu kuldakasti sem á 5 daga á ţessum fjórtándagalista. Međalhiti í byggđum landsins var ađeins 0,6 stig - rétt eins og á venjulegum vetrardegi. Hér er rétt ađ taka fram ađ annar aukastafur talnanna er ađ sjálfsögđu óráđ - einungis til metingsskemmtunar. 

Nćstkaldastur var sá 7. 1997. Líka hluti af margradaga kuldakasti, en enginn annar dagur í kastinu nćr ţó međ á listann. Sumir minnast ţess ađ smáţjóđaleikarnir voru haldnir hér á landi um ţćr mundir - og fuku ţá snjókorn um Laugardalsvöll ţótt hádegi vćri. 

Annan júní 1952 (5. sćti) varđ alhvítt á Stórhöfđa í Vestmannaeyjum, snjódýpt 2 cm. Í 7. sćti er svo komiđ ađ hvítasunnukastinu 1973 - fáeinir muna e.t.v. eftir unglingamótinu „Vor í dal“ sem haldiđ var í Ţjórsárdal ţessa helgi.

Eins og sjá má er enginn dagur á listanum síđar í mánuđinum heldur en ţann 11. Ađ međaltali hćkkar hiti talsvert frá upphafi til enda júnímánađar. Sú spurning kemur eđlilega upp hvort sömu dagar skili sér á lista ef viđ miđum viđ vik frá međalhita hvers dags. Miđađa er viđ međaltal áranna 1961 til 2010 (50 ár). 

ármándagurdagsm.h.vik
1997670,81-6,70
1975620,60-6,48
1975630,94-6,34
19736102,14-6,22
1975610,99-5,94
19736112,43-5,86
19736122,76-5,47
1975641,90-5,42
19596173,24-5,30
19686233,52-5,06
19786213,95-4,61

Ekki breytir ţetta miklu, sá 7. 1997 nćr ţó efsta sćtinu (međalhiti 7. júní er sjónarmun hćrri en ţess 2.). Vćri ámóta listi gerđur fyrir Reykjavík eina gćtum viđ haldiđ lengra aftur á bak í tíma - ţá kćmi í ljós ađ ţessi dagur er međal ţeirra allraköldustu í borginni allt aftur til 1871.

Í ţremur neđstu sćtunum á listanum birtast dagar úr síđari hluta mánađarins. Ţetta er hinn sérlega illrćmdi 17. júní 1959 - hefur oft komiđ viđ sögu á hungurdiskum. Svo er dagur úr jónsmessukastinu 1968, 23. júní. Ţá festi snjó á láglendi víđa fyrir norđan.

Annađ kast gerđi um sólstöđur 1978. Ekki var mikiđ undan ţví kvartađ í blöđunum (annađ vćri upp á teningnum í dag). Ritstjóri hungurdiska man ţađ ekki - var í útlöndum. Ţó segir í myndartexta á forsíđu Dagblađsins ţann 22. júní: „Ákjósanlegt vćri ađ börnin okkar hefđu betri uppvaxtarskilyrđi en veđriđ suđvestanlands býđur ţeim upp á.“ - Hófleg ósk. 


Óvenju ...

Í kaldara lagi kannski en ţađ er varla hćgt ađ segja ađ ţađ sé óvenjukalt - júníkuldaköstin oft miklu verri en ţetta. Međalhiti á landinu í dag var 5,5 stig, 1,1 stig sama dag 1997. Förum kannski í frekari upprifjun - ef núverandi kast endist eitthvađ. En lítum samt á spá um hita í 850 hPa. Hún gildir kl. 9 í fyrramáliđ (fimmtudag 8. júní).

w-blogg080617a

Hiti er sýndur međ litum, jafnhćđarlínur heildregnar og vindur sýndur međ vindörvum. Blái flekkurinn er nokkuđ fyrirferđarmikill - ţar er frostiđ meira en -6 stig í 850 hPa (rúmlega 1300 metra hćđ). Ţetta gćti veriđ verra - og fer svo hćgt (mjög hćgt) hlýnandi. 

Eins og sjá má stefnir mjög hlýtt loft í áttina ađ Norđaustur-Grćnlandi - tökum eftir ţví. 

w-blogg080617c

Hér kemur ţađ óvenjulega. Kortiđ sýnir sjávarmálsţrýsting og úrkomu. Ţađ gildir kl. 6 ađ morgni föstudags 9. júní. Neđri rauđa örin bendir á djúpa lćgđ langt suđur í hafi. Miđjuţrýstingur er hér 964 hPa - ţađ er óvenjulegt í júní.

Efri rauđa örin bendir á úrkomuklessu viđ Norđaustur-Grćnland - ţar er hlýja loftiđ áđurnefnda ađ rekast á fjöllin. Á ţessum slóđum er venjulega mjög ţurrt á ţessum tíma árs og atburđurinn er óvenjulegur ađ sögn útvísa evrópureiknimiđstöđvarinnar. 

Tíu daga úrkomuspáin sýnir vel hversu óvenjulegt ţetta er.

w-blogg080617d

Spáin gildir frá 7 til 17. júní. Litir sýna hlutfall tíudagaúrkomu af međallagi. Örin bendir á úrkomuklessuna viđ Grćnland - 25 falda međalúrkomu - og hún á reyndar ekki ađ falla á tíu dögum heldur fylgir nćr eingöngu ţessu eina veđurkerfi sem sjá mátti á efri myndinni. - En munum ađ međalúrkoma á ţessu svćđi er sáralítil í júní ţannig ađ flestum hér á landi ţćtti ekki mikiđ til heildarmagnsins koma. - En ţetta er athyglisvert ef rétt reynist. 

Hér á landi er úrkomu hins vegar spáđ undir međallagi nćstu tíu daga - lćgstu tölurnar eru viđ Breiđafjörđ - dekksti brúni liturinn sýnir svćđi ţar sem úrkomu er spáđ innan viđ 25 prósent af međallagi. 


Bloggfćrslur 8. júní 2017

Um bloggiđ

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veđurfrćđingur og áhugamađur um veđur.

Fćrsluflokkar

Apríl 2024
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • w-blogg160424b
  • w-blogg160424a
  • w-blogg120424c
  • w-blogg120424b
  • w-blogg120424a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 158
  • Sl. viku: 1752
  • Frá upphafi: 2348630

Annađ

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 1533
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband