Austanátt með þrálátasta móti í nýliðnum maí

Austanátt var ríkjandi í maí - að því er virðist hin þrálátasta um áratugaskeið. Hægt er að meta tíðni vindátta á ýmsa vegu - og ekki skila þær aðferðir allar sömu niðurstöðu. Hér lítum við á þrýstisviðið við landið eins og endurgreiningar lýsa því. 

w-blogg020617a

Myndin sýnir vestanþátt þrýstisviðsins yfir Íslandi í maímánuði 1881 til 2017. Því meiri sem austanáttin er því neðar liggja súlurnar á myndinni. Eins og sjá má eru austanáttarmaímánuðir mun fleiri en hinir, þegar vindur blæs úr vestri. Það er aðeins ein súla sem liggur neðar en sú sem sýnir stöðuna í nýliðnum maí, maí 1925 - og svo er maí 1931 ámóta neðarlega. Á síðustu árum er það helst maímánuður 2011 sem skákar þeim nýliðna - en mjög ólíkur þessum.

Veðurlag þessara tveggja bræðra nýliðins maí var líka mjög ólíkt því sem var nú. Hiti í maí 1925 var t.d. undir meðallagi en í hæstu hæðum nú. Maí 1931 var alveg sérlega þurr - og þar með fjandsamlegur gróðri, mjög ólíkt því sem nú var. 

Sumrin sem fylgdu þessum miklu austanáttamaímánuðum voru líka mjög ólík - veður maímánaðar bindur framtíðina á engan hátt. Og framtíðarspár evrópureiknimiðstöðvarinnar eru líka afskaplega óráðnar - engin sérstök merki að sjá - . 

Svipað má segja um háloftin - þar virðist austanáttin nú hafa verið eindregnari en frá 1972 en í maí það ár var hún svipuð og nú.

Ritstjóri hungurdiska reiknar áttir á fleiri vegu - kannski gefa þeir reikningar aðra niðurstöðu eða þeir staðfesta þessa - það verður bara að koma í ljós. 

Viðbót:

w-blogg020617b

Myndin sýnir sjávarmálsþrýsting og þrýstivik í nýliðnum maí. Hæðin fyrir norðan land var talsvert sterkari en venja er til, en eindregið lægðasvæði suður í hafi. Bæði kerfi bættu í austanáttina svo um munaði. - En við sjáum að loftið virðist í raun hafa komið úr suðaustri og suðri enda mjög hlýtt. Eindregin lægðasveigja var á þrýstisviðinu og úrkoma mikil. 


Bloggfærslur 1. júní 2017

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • w-blogg160424b
  • w-blogg160424a
  • w-blogg120424c
  • w-blogg120424b
  • w-blogg120424a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 5
  • Sl. sólarhring: 111
  • Sl. viku: 1496
  • Frá upphafi: 2348741

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 1302
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband