Í leit ađ vorinu

Síđla sumars áriđ 2014 birtust sex pistlar á hungurdiskum undir fyrirsögninni „Í leit ađ haustinu“. Nú verđur reynt ađ leita vors - í fáeinum pistlum. Sá fyrsti er nćr orđrétt samhljóđa fyrstu haustpistlunum - en ritstjóranum finnst í góđu lagi ađ rifja ţá upp - langflestir lesendur löngu búnir ađ gleyma (ágćtu) innihaldinu. 

Í dag lítum viđ eingöngu á landsmeđalhita - reynum ađ finna vorinu stađ í árstíđasveiflu hans. Grunnurinn er byggđarlandsmeđalhiti sem ritstjórinn hefur reiknađ og nćr nú til tímabilsins 1949 til 2016. Menn ráđa ţví hvort ţeir taka mark á tölunum.

Viđ lítum á nokkrar myndir (nćrri ţví eins).

w-blogg050417a

Lóđrétti kvarđinn sýnir hita - en sá lárétti árstímann og er hann látinn ná yfir eitt og hálft ár. Ţađ er til ţess ađ viđ getum séđ allar árstíđir í samfellu á sömu mynd.

Árslandsmeđalhitinn er 3,6 stig. Dökku fletirnir ofan til á myndinni sýna ţann tíma ársins ţegar hiti er yfir međallagi ţess og ţeir neđan viđ sýna kaldari tímann.

Eitt megineinkenni íslensks veđurfars er sú hversu lítill munur er á međalhita einstakra mánađa á vetrum. Hitinn er nćstum sá sami frá ţví um miđjan desember og fram til marsloka. Tilsvarandi sumarflatneskja stendur mun styttri tíma - og víkur meir frá ársmeđaltalinu. Ţetta hefur ţćr afleiđingar ađ hiti er ekki ofan međallags nema 163 daga ársins - en er aftur á móti undir ţví 202 daga. Gleđilegt - eđa sorglegt - ţađ fer vćntanlega eftir lundarfari hvort mönnum ţykir.

Ţađ er 6. maí sem hitinn á vorin fer upp fyrir ársmeđaltaliđ - en 16. október dettur hann niđur fyrir ađ ađ nýju. Viđ gćtum skipt árinu í sumar og vetrarhelming eftir ţessu og er ţađ mjög nćrri ţví sem forfeđur okkar gerđu - ef viđ tökum fáeina daga af vetrinum til beggja handa og bćttum viđ sumariđ erum viđ býsna nćrri fyrsta sumardegi gamla tímatalsins ađ vori og fyrsta vetrardegi ađ hausti.

En í ţessari skiptingu er ekkert haust og ekkert vor. Vilji menn hafa árstíđirnar fleiri en tvćr verđur ađ skipta einhvern veginn öđru vísi.

Eitt af ţví sem kćmi til greina vćri ađ nota „vendipunkta“ á línuritinu - ţađ er dagsetningar ţar sem halli ferilsins breytist. Ađ minnsta kosti fjórir eru mjög greinilegir. Fyrst er til ađ taka á mörkum vetrar og vors, vetrarflatneskjunni lýkur greinilega um mánađamótin mars/apríl, kannski 3. apríl - eftir ţađ hćkkar hiti óđfluga. Í kringum 15. júlí hćttir hitinn ađ hćkka, nćr ţá 10 stigum - og hin stutta sumarflatneskja tekur viđ. Stađbundiđ hámark er 8. ágúst og frá og međ ţeim 14. er hitinn aftur kominn niđur í 10 stig. 

Hitafall haustsins stendur síđan linnulaust ţar til nćsta vendipunkti er náđ - 15. desember. Ţá tekur hin langa vetrarflatneskja viđ. Viđ höfum hér fengiđ út árstíđaskiptinguna: Vetur 15. desember til 3. apríl, vor 3. apríl til 15. júlí, sumar 15. júlí til 14. ágúst, haust 14. ágúst til 15. desember. Ţetta hljómar ekki mjög vel - sumariđ orđiđ býsnastutt - á ţó vel viđ í svartsýnisrausi samtímans. 

Sé vel ađ gáđ má sjá tvo vendipunkta til víđbótar - en erfitt er ađ negla ţá niđur á ákveđnar dagsetningar. Sá fyrri er um ţađ bil 25. maí - ţá hćgir ađeins á hlýnuninni. Sá síđari er í kringum 15. nóvember - ţá hćgir á kólnun haustsins.

Viđ gćtum svosem byrjađ veturinn 15. nóvember og sumariđ 25. maí, fundiđ hitann ţessa daga og leitađ ađ svipuđum hita vor og haust til ađ nota til ađ draga tímamörk á móti. Byrji sumariđ 25. maí ćtti ţađ ađ hćtta ţegar svipuđum hita er náđ í september. Sú dagsetning er 20. september. - Á móti vetrarlokum 3. apríl kemur ţá vetrarbyrjun 15. desember - međ svipađan hita. 

Ţessi nýja skipan yrđi ţví svo: Vetur 15. desember til 3. apríl, vor 3. apríl til 25. maí, sumar 25. maí til 20. september, haust 20. september til 15. desember. - Eđa byrjar veturinn 15. nóvember? 

Vendipunktaárstíđir gćtum viđ kallađ náttúrulegar - einhver umskipti eiga sér stađ í náttúrunni á reglubundinn hátt.

Ţegar ţetta er skrifađ er 4. apríl - vendipunktavoriđ 2017 rétt hafiđ. Viđ höldum leitinni ađ vorinu áfram síđar - og finnum fleiri skilgreiningar. 

Í viđhenginu er allur pistillinn. 


Skrár tengdar ţessari bloggfćrslu:

Bloggfćrslur 4. apríl 2017

Um bloggiđ

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veđurfrćđingur og áhugamađur um veđur.

Fćrsluflokkar

Mars 2024
S M Ţ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • w-blogg120324a
  • w-blogg080324a
  • w-blogg010324c
  • w-blogg010324b
  • w-blogg010324a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.3.): 28
  • Sl. sólarhring: 82
  • Sl. viku: 996
  • Frá upphafi: 2341370

Annađ

  • Innlit í dag: 19
  • Innlit sl. viku: 906
  • Gestir í dag: 19
  • IP-tölur í dag: 18

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband