Kalt víða í Evrópu - ekki vorsvipur hér heldur

Þó nokkrir kaldir dagar hafi komið hér að undanförnu er samt varla hægt að tala um kulda að ráði. Þetta er ósköp venjuleg aprílveðrátta hvað sem síðar verður. En útlitið næstu vikuna er heldur dapurt, virðist eiga að skiptast á leiðindaveður og skárri en kaldir dagar. 

Aftur á móti eru - að tiltölu - enn meiri leiðindi víða í Evrópu. Þar á spretta að vera byrjuð - og er það auðvitað mjög bagalegt þar að sitja uppi með þrálát næturfrost (sem við þolum hins vegar mjög vel á þessum tíma). 

Við skulum líta á spá bandarísku veðurstofunnar sem gildir á morgun, þriðjudag 18. apríl. 

w-blogg170417a

Jafnhæðarlínur 500 hPa-flatarins eru heildregnar. Af þeim má ráða vindátt og vindhraða. Þykkt er tilgreind í litum, hún mælir hita í neðri hluta veðrahvolfs. Mörkin á milli bláu og grænu litanna er við 5280 metra. Það er vetrarástand við Hvítahaf (þykkt minni en 5100 metrar) - en það er alvanalegt þar á þessum tíma. Guli liturinn byrjar við 5460 metra - þar sem hann ríkir er komið sumar (á okkar mælikvarða). Það er rétt suður við Miðjarðarhaf þar sem hiti er orðinn sumarlegur - meir að segja mög hlýtt syðst á Pýrenneaskaga.

Annars teygir sig kaldur fingur úr norðri suður til Alpa - bláa litnum fylgir næturfrost og sé skýjað eru dagar líka mjög svalir og hráslagalegir. Skíni sól nær síðdegishiti sér sæmilega upp sunnan undir vegg - og sól er auðvitað hærra á lofti en hér á landi suður á Þýskalandi. - Ívið skárra er á Bretlandseyjum. 

Og þetta á víst í aðalatriðum að halda áfram - fleiri kaldra fingra að vænta langt úr norðri síðar í vikunni og um næstu helgi.

Við sitjum, eins og áður sagði, í óttalegum leiðindum, svala og hraglanda lengst af og búum áfram við hótanir um alvöruhret (sem ekki er þó víst að raungerist). 


Bloggfærslur 17. apríl 2017

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • w-blogg230424
  • Slide10
  • Slide8
  • Slide6
  • Slide5

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.4.): 180
  • Sl. sólarhring: 183
  • Sl. viku: 1804
  • Frá upphafi: 2349764

Annað

  • Innlit í dag: 163
  • Innlit sl. viku: 1634
  • Gestir í dag: 156
  • IP-tölur í dag: 153

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband