Aprílmánuður hálfnaður

Þegar aprílmánuður er hálfnaður er hiti á landinu ekki fjarri meðallagi. Í Reykjavík er talan 2,8 stig og er það 0.8 stigum ofan við meðaltal sömu daga 1961 til 1990, en -0.7 stigum undir meðallagi síðustu tíu ára. Svipuð staða er á Akureyri, meðalhiti fyrri hluta apríl er nú 1,5 stig, +0,9 yfir meðaltalinu 1961 til 1990, en -0.7 undir meðallagi síðustu tíu ára. 

En það er nokkur munur á landshlutum, hlýjast að tiltölu - miðað við síðustu tíu ár - hefur verið á Brúarjökli og í Sandbúðum, vikið á þessum stöðvum er +0,8 stig, en kaldast hefur verið á Þverfjalli þar sem hiti hefur verið -2,0 stig undir meðaltali. 

Dagurinn í dag, 15. apríl, var nokkuð kaldur, landsmeðaltalið var -0,9 stig, en það er langt frá metum, sama dag 1951 var landsmeðalhitinn -6,1 stig og -5,9 stig 1963. Í Reykjavík var meðalhiti dagsins +0,7 stig, en köldustu almanaksbræður sem vitað er um í Reykjavík komu 1892 og 1951, meðalhiti var þá -5,3 stig, og hefur nærri 40 sinnum verið lægri en í dag. 

Úrkoma hefur verið mikil um mestallt land í apríl, um tvöföld meðalúrkoma bæði í Reykjavík og á Akureyri, en langt frá meti á þessum stöðvum báðum. Sólskinsstundafjöldi hefur náð sér vel á strik í Reykjavík síðustu daga eftir daufa byrjun. Sólskin hefur nú mælst í 67,5 stundir og er það nærri meðallagi í fyrri hluta apríl. Í dag (þann 15.) mældust sólskinstundirnar 14,0 - það er ekki langt frá dægurmetinu 14,7 sem sett var 1936. 

Árið, það sem af er, stendur sig vel hvað hita varðar, er í áttundahlýjasta sæti á 69-ára listanum í Reykjavík, í því sjöunda á Akureyri og fjórða austur á Dalatanga. 

En það bólar ekki mikið á staðföstum vorhlýindum - frekar hið gagnstæða í spákortunum. 


Bloggfærslur 16. apríl 2017

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • w-blogg120324a
  • w-blogg080324a
  • w-blogg010324c
  • w-blogg010324b
  • w-blogg010324a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.3.): 3
  • Sl. sólarhring: 81
  • Sl. viku: 971
  • Frá upphafi: 2341345

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 889
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband