Vetur eđa vor framundan?

Viđ skulum til gamans líta á klasaspá evrópureiknimiđstöđvarinnar fyrir nćstu viku (mánudaginn 17. apríl til sunnudags 23. apríl). Í klasanum er 51 spáruna og kortiđ sýnir međaltal ţeirra.

w-blogg140417a

Jafnhćđarlínur 500 hPa-flagarins eru heildregnar. Jafnţykktarlínur eru strikađar (sjást illa nema myndin sé stćkkuđ) og ţykktarvik eru sýnd í lit. Ţykktin mćlir hita í neđri hluta veđrahvolfs, ţví meiri sem hún er ţví hlýrra er loftiđ. Vik hennar frá međallagi sýna ţví hitavik. Ţađ er mikil sunnanátt suđvestur í hafi og hita ţar spáđ meir en 5 stigum ofan međallags í nćstu viku. 

Mjög kalt er hins vegar bćđi í austri og vestri. Ísland er svona mitt á milli - kannski hlýtt suma dagana, en kalt ađra. 

Ţetta er almennt fremur óţćgileg (sumir myndu segja spennandi) stađa. Óţćgindin felast í ţví ađ hún hótar leiđinlegum vorhretum. Spenningurinn felst í ţví hvort ţau raungerast - ţađ er ekki alveg víst. 

Nýjasta tíu daga spá reiknimiđstöđvarinnar sýnist vera í hretagír - en sú bandaríska síđur (en er aftur á móti međ leiđinlegri sunnan- og suđvestanáttir). En ţetta breytist frá einu rennsli til annars (eins og venjulega). 


Í leit ađ vorinu 6

Ţá er ţađ vindurinn. Hann bođar líka vor, vindhrađi minnkar og hann verđur lausari í rásinni. Sömuleiđis verđa breytingar á vindáttatíđni - en mjög erfitt er ađ ná tökum á ţeim ţannig ađ vel sé. 

Viđ skulum byrja langt uppi í heiđhvolfinu, í meir en 20 km hćđ yfir jörđ. Ţar finnum viđ 30 hPa-flötinn. Alloft hefur veriđ á hann minnst áđur hér á hungurdiskum og hegđan vinds ţar. Ţegar kemur upp fyrir um 20 km hćđ skiptir alveg um átt á sumrin - vindur snýst úr vestri í austur. Ţar neđan viđ helst vestanáttin allt áriđ - en úr henni dregur ţó mjög á sumrin eins og viđ munum vonandi fá ađ sjá í nćstu pistlum. Neđst í veđrahvolfinu hagar ţó ţannig til hér viđ land ađ austanátt er í hámarki ađ vetri, en lágmarki ađ sumarlagi. 

En lítum á vestanáttina í 30 hPa. Til ţess notum viđ háloftaathuganir frá Keflavíkurflugvelli á árunum 1973 til 2016.

Međalvestanvindstyrkur í 30 hPa  yfir Keflavík

Lárétti ásinn sýnir allt áriđ - og hálfu ári betur (til ađ veturinn sjáist saman í heild). Lóđrétti ásinn sýnir vestanţátt vindsins (ekki vindhrađa). Sé vindur beint af suđri eđa norđri er vestanţátturinn enginn, sé vindur af austri er vestanţátturinn neikvćđur. 

Skiptin milli vestan- og austanáttar á vorin verđa í kringum sumardaginn fyrsta. Ekki alveg nákvćmlega á sama tíma frá ári til árs, en samt er furđumikil festa í ţessum skiptum. Sumariđ í heiđhvolfinu hefst sum sé á sumardaginn fyrsta. Ţađ er varla tilviljun ađ ţćr breytingar sem viđ höfum í fyrri pistlum séđ ađ verđa nćrri ţessum degi eigi sér stađ ţegar umskiptin verđa í heiđhvolfinu. 

En viđ sjáum líka á myndinni ađ sumri lýkur í heiđhvolfinu seint í ágúst - viđ skulum bara segja ađ ţađ sé á höfuđdaginn (ţann 29.), en ţeir sem lengi hafa fylgst međ veđri og hafa tilfinningu fyrir ţví gćtu líka veriđ veikir fyrir ţeim 24. Ritstjórinn minnir af ţessu tilefni á fornan pistil hungurdiska sem bar nafniđ: September, haustiđ og tvímánuđur. Ţar má m.a. finna alţýđuskýringu hans á tvímánađarnafninu dularfulla. 

En voriđ er snemma á ferđ í heiđhvolfinu - ţađ er byrjađ fyrir jafndćgur á vori ţegar vestanáttin er ţar í „frjálsu falli“. Ef viđ leitum ađ jafnsterkri vestanátt ađ hausti og er viđ jafndćgur á vori kemur í ljós ađ ţar hittum viđ fyrsta vetrardag fyrir.

Vetur hefst í heiđhvolfi á fyrsta vetrardag (eđa ađeins síđar) stendur nćr til jafndćgra ađ vori, voriđ er stutt, sumar hefst á sumardaginn fyrsta. Ţađ stendur til upphafs tvímánađar og varir í tvo mánuđi til fyrsta vetrardags. Í kringum mánađamótin nóvember/desember fćr vestanáttin í heiđhvolfinu aukaafl - skammdegisröstin nćr sér á strik. Á skammdegisröstina var minnst í pistli hungurdiska 5. nóvember 2015. Á sama tíma sýna međaltöl skyndilegt fall í sjávarmálsţrýstingi hér á landi - kannski er ţetta tengt líka?

 

Nýliđinn vetur var nokkuđ óvenjulegur í heiđhvolfi norđurhvels - og ţegar ţetta er skrifađ (14. apríl) er norđaustanátt í 30 hPa yfir Íslandi. Sumar er ađ ganga í garđ ţar uppi.  


Bloggfćrslur 14. apríl 2017

Um bloggiđ

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veđurfrćđingur og áhugamađur um veđur.

Fćrsluflokkar

Apríl 2024
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • w-blogg160424b
  • w-blogg160424a
  • w-blogg120424c
  • w-blogg120424b
  • w-blogg120424a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 64
  • Sl. sólarhring: 116
  • Sl. viku: 1813
  • Frá upphafi: 2348691

Annađ

  • Innlit í dag: 57
  • Innlit sl. viku: 1587
  • Gestir í dag: 56
  • IP-tölur í dag: 56

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband