Heimskautakuldi

Kuldinn sýnir nú klærnar á heimskautaslóðum í Kanada. Þar er staður sem heitir Mould Bay (Mygluflói?) á Patrekseyju (heilags). Hitinn fór þar niður í -54,4°C (-66°F) á laugardaginn og er sagt nýtt allsherjarlágmarksmet þar um slóðir. Mælt hefur verið frá 1948. 

Þetta er tengt ferðum kuldapollsins mikla „Stóra-Bola“. Miðja hans átti leið hjá og fréttist af því að þykktin hafi farið niður í 4620 metra - ekki einstakt en harla sjaldséð samt á seinni árum. Ritstjóri hungurdiska talar gjarnan um „ísaldarþykkt“ fari hún niður fyrir 4740 metra. - Einhverjar lausafréttir (hefur ekki fengist staðfest) eru um að frostið í 850 hPa-fletinum hafi farið niður í -47 stig sem er einnig óvenjulegt. 

Við skulum líta á stöðuna nú síðdegis (mánudag 6. mars).

w-blogg070317a

Þetta er greining bandarísku veðurstofunnar á hæð 500 hPa-flatarins (heildregnar línur) og þykktinni (litir). Stóri-Boli er enn með ísaldarþykkt í miðju (dekksti fjólublái liturinn). - Fremur hlýtt er yfir Íslandi í skjóli fyrirstöðuhæðar yfir Norður-Skandinavíu. 

Þetta er frekar óþægileg staða samt - en reiknimiðstöðvar eru þó sammála um að það dragi úr afli kuldans næstu daga - alla vega í bili. 

Þó farið sé að hlýna á suðlægari slóðum er sólin enn ekki komin upp á norðurskauti og fram undir þann tíma getur haldið áfram að kólna í Norðuríshafi - ísinn þykknar líka smám saman. 


Bloggfærslur 7. mars 2017

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Slide10
  • Slide8
  • Slide6
  • Slide5
  • Slide4

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.4.): 53
  • Sl. sólarhring: 113
  • Sl. viku: 1677
  • Frá upphafi: 2349637

Annað

  • Innlit í dag: 48
  • Innlit sl. viku: 1519
  • Gestir í dag: 48
  • IP-tölur í dag: 45

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband