Af októbervikum

Svo virðist sem evrópureiknimiðstöðinni hafi tekist nokkuð vel til við úrkomuframleiðslu hér á landi í október. Alla vega ber vikum sæmilega saman við raunveruleikann.

w-blogg021117a

Brúnir litir sýna hvar úrkoma hefur verið undir meðallagi áranna 1981 til 2010 - að sögn um meginhluta landsins. Úrkoma í Reykjavík var í raun og veru aðeins um helmingur meðaltalsins - og rétt rúmt meðaltal á Akureyri - eins og sjá má á kortinu.

Í fljótu bragði virðist „blái borðinn“ fyrir suðvestan land vera einkennilegur (og tilvist hans getum við ekki staðfest með mælingum) - en samkvæmt reikningum varð þarna einn mikill úrkomuatburður. Halavísir reiknimiðstöðvarinnar (sem segir til um hversu mikið úrkoma víkur frá meðaltali og meðaldreifingu) fór þá upp fyrir töluna fjóra, jafnvel í fimm, sem er sérlega óvenjulegt. Hvort sem sú úrkoma var raunveruleg eða ekki sýnir tilvikið vel að einn atburður getur komið mánaðarúrkomu langt upp fyrir meðallag - slíku áorkar einn kaldur eða hlýr dagur ekki - það þarf fleiri til. 

En við lítum líka á hitavik reiknimiðstöðvarinnar í 850 hPa-fletinum (í um 1400 metra hæð).

w-blogg021117b

Gulu litirnir sýna hita meir en 0,5 stig yfir meðallagi. Hiti hefur verið undir meðallagi við Austurbotna og í Finnlandi - en annars nær alls staðar á kortinu vel yfir meðallagi - og langt ofan þess við Norðaustur-Grænland. 


Bloggfærslur 2. nóvember 2017

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • w-blogg230424
  • Slide10
  • Slide8
  • Slide6
  • Slide5

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 227
  • Sl. sólarhring: 388
  • Sl. viku: 1543
  • Frá upphafi: 2350012

Annað

  • Innlit í dag: 200
  • Innlit sl. viku: 1403
  • Gestir í dag: 197
  • IP-tölur í dag: 192

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband