Tíðindalítið á norðurslóðum

Það er tíðindalítið á norðurslóðum. Það kólnar auðvitað hægt og bítandi en lítið sést þar af einhverju afgerandi þessa dagana.

w-blogg051017a

Myndin sýnir spá bandarísku veðurstofunnar um hæð 500 hPa-flatarins og þykktina síðdegis á laugardag, 7. október. Jafnhæðarlínur eru heildregnar - á mestöllu svæðinu eru þær hvorki margar né þéttar. Litirnir sýna þykktina - grænir og ljósbláir litir allsráðandi - varla hægt að segja að það sjáist í veturinn. 

Þó heimskautaloftið sé ekki kaldara en þetta er það samt þannig að usli gæti orðið úr - taki það á rás til suðurs. - Svo kólnar allt veðrahvolfið frá degi til dags - um 1 til 1,5 stig að jafnaði þar sem heiðskírt er. Það þýðir að 500 hPa-flöturinn lækkar, jafnhæðarlínum fjölgar og troðningur vex. 

En til þess að gera hlýtt verður hér á landi áfram - þó engin afburðahlýindi.   


Bloggfærslur 5. október 2017

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • w-blogg120424c
  • w-blogg120424b
  • w-blogg120424a
  • w-blogg110424b
  • w-blogg110424b

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.4.): 58
  • Sl. sólarhring: 121
  • Sl. viku: 1837
  • Frá upphafi: 2347571

Annað

  • Innlit í dag: 47
  • Innlit sl. viku: 1579
  • Gestir í dag: 44
  • IP-tölur í dag: 44

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband