Illlćsilegt kort -

Enn vitum viđ ekkert um veđur á kosningadaginn 28. október - en reiknimiđstöđvar spá samt og spá og senda okkur sannkallađ spáakóf. Viđ skulum draga eitt kort úr kófinu - ekki auđvelt aflestrar.

w-blogg191017a

Hér má sjá samdregnar hugmyndir evrópureiknimiđstöđvarinnar um sjávarmálsţrýsting á hádegi á kosningadaginn. Litirnir eru nokkuđ glannalegir ađ sjá - en ţeir segja til um óvissu spárinnar - en ekkert um veđriđ.

Viđ gefum svörtu, heildregnu línunum fyrst gaum - kannski mest ađ marka ţćr (ţó ekki mikiđ). Ţćr sýna međaltal sjávarmálsţrýstings 50 samhliđa reikniruna - svokallađ klasameđaltal. Ţetta međaltal sýnir lćgđasvćđi austan viđ land, en hćđ yfir Grćnlandi - norđanátt sumsé - vćntanlega ţó ekki mjög kalda. Ráđgjafar reiknimiđstöđvarinnar segja veđurfrćđingum ađ sé ţeim stillt upp viđ vegg (og spá kreist upp úr ţeim) sé ađ jafnađi best ađ halda sig viđ ţetta međaltal. - Ritstjóri hungurdiska ţarf ekki ađ spá - og gerir ţađ ekki. 

Litirnir sýna hversu ţessum 50 spám ber saman um kosningaveđriđ. Reiknađ er stađalvik 50 ţrýstigilda í hverjum punkti. Vćru allar 50 spár klasans nákvćmlega sammála vćri stađalvikiđ alls stađar núll og engir litir sjáanlegir á kortinu. Á dökkfjólubláa blettinum viđ Írland er stađalvikiđ meira en 18 hPa - samkomulag er afskaplega lítiđ um kosningaveđriđ. Verđur lćgđ á ţessu svćđi eđa ekki? 

Sé rýnt í kortiđ má einnig sjá daufar strikalínur - ţar fer svonefnd háupplausnarspá reiknimiđstöđvarinnar - sú nákvćmasta sem hún hefur fram ađ fćra. Til ađ auđvelda lesendum lífiđ er hér einnig mynd sem sýnir ţá spá á skýrari hátt.

w-blogg191017b

Hér má sjá ađ hér er eitthvađ allt annađ á ferđ heldur en klasameđaltaliđ. Ísland í ţrýstisöđli - lćgđir fyrir norđan og sunnan, en hćđir fyrir austan og vestan. - Erfiđasta ţrýstimynstriđ. 

Viđ getum auđvitađ ekki sagt hér og nú ađ ţessi spá sé della - en haldlítil er hún. Til ađ sannfćra okkur enn betur um óvissuna er hér líka spá bandarísku veđurstofunnar um veđur á sama tíma.

w-blogg191017c

Snarpur útsynningur međ skúra- eđa slydduhryđjum vestanlands - en dćgilegt eystra? Skyldi klasameđaltaliđ og norđanátt ţess verđa niđurstađan? Eins gott ađ segja sem minnst um ţađ. 


Bloggfćrslur 19. október 2017

Um bloggiđ

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veđurfrćđingur og áhugamađur um veđur.

Fćrsluflokkar

Apríl 2024
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • w-blogg160424b
  • w-blogg160424a
  • w-blogg120424c
  • w-blogg120424b
  • w-blogg120424a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 33
  • Sl. sólarhring: 109
  • Sl. viku: 1524
  • Frá upphafi: 2348769

Annađ

  • Innlit í dag: 31
  • Innlit sl. viku: 1329
  • Gestir í dag: 30
  • IP-tölur í dag: 29

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband