Bćtir hćgt í

Viđ lítum sem oftar áđur stöđuna á norđurhveli. Kort dagsins gildir síđdegis á sunnudag, 15.október. 

w-blogg141017a

Jafnhćđarlínur 500 hPa-flatarins eru heildregnar, ţví ţéttari sem ţćr eru ţví stríđari er vindurinn. Litir sýna ţykktina, en hún mćlir hita í neđri hluta veđrahvolfs.

Viđ getum nú fylgt heimskautaröstinni nokkuđ samfellt hringinn. Yfir Evrópu tekur hún mikla sveigju norđur fyrir mjög mikla hćđ sem á kortinu á miđju yfir Ítalíu. Óvenjuleg hlýindi fylgja henni, ţykkt er meiri en 5640 metrar á stóru svćđi og sumarhlýindi teygja sig til Skandinavíu. 

Í vesturjađri hćđarinnar má sjá leifar fellibylsins Ófelíu, um ţađ bil ađ tćtast í sundur í röstinni. Ţar má sjá ađ ţykktin er á smábletti meiri en 5700 metrar. 

Ísland er norđan rastar á flatneskjulegu, en fremur hlýju svćđi og kalt loft virđist ekki ógna okkur í bili ađ minnsta kosti. Kuldinn er nú mun meira áberandi síberíumegin á hvelinu heldur en ameríkumegin, en ameríski kuldapollurinn (hin ungi Stóri-Boli) er ţó farinn ađ ţroskast nokkuđ og í honum er lćgsta ţykkt hvelsins alls, um 4980 metrar, alvöruvetur.  

Gríđarhlýtt er víđa í Bandaríkjunum - ţykktin meiri en 5700 metrar á stórum svćđum í austurríkjunum - og meiri en 5760 vestar. Mjög snörp háloftabylgja teygir sig frá Hudsonflóa til suđurs - hún er á hrađri austurleiđ og mun - rćtist spár - fćra okkur hlýja en nokkuđ stríđa austanátt um miđja vikuna. 


Bloggfćrslur 14. október 2017

Um bloggiđ

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veđurfrćđingur og áhugamađur um veđur.

Fćrsluflokkar

Apríl 2024
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • w-blogg160424b
  • w-blogg160424a
  • w-blogg120424c
  • w-blogg120424b
  • w-blogg120424a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 154
  • Sl. sólarhring: 169
  • Sl. viku: 2396
  • Frá upphafi: 2348623

Annađ

  • Innlit í dag: 127
  • Innlit sl. viku: 2090
  • Gestir í dag: 115
  • IP-tölur í dag: 115

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband