Sveiflutíð

Kalt var á landinu í dag (fimmtudag 12. janúar) - en samt ekki óvenjulega. Líklega verður líka kalt á morgun - en svo hlýnar og á sunnudag er spáð hláku um mestallt land. Sú hláka á hins vegar ekki að standa lengi. 

Við skulum líta á stöðuna á norðurhveli okkur til hugarhægðar. 

w-blogg130117a

Spáin gildir síðdegis á laugardag (14. janúar). Jafnhæðarlínur 500 hPa-flatarins eru heildregnar en þykktin er sýnd með litum. Þykktin mælir hita í neðri hluta veðrahvolfs - því meiri sem hún er því hlýrra er loftið. Það sem helst vekur athygli á þessu korti er að háloftavindur er mun meiri Ameríkumegin þennan daginn og norðurslóðakuldinn er þar mestur. Ekki er eins kalt Asíumegin - þar eru vindar heldur óreglulegir - en útbreiðsla kulda nokkuð mikil (eins og vera ber í janúar). 

Hæðarhryggur er yfir Íslandi - kominn úr suðvestri og ber með sér mjög hlýtt loft - en það víkur hratt undan vestankuldanum. - Bylgjuhreyfingunni hefur tekist að hreinsa kuldapollinn sem verið hefur yfir Balkanlöndum til austurs, en ný gusa af köldu lofti streymir suður um Evrópu og á að setjast þar að - kannski að vestanvert Miðjarðarhaf og Frakkland muni nú finna fyrir klóm vetrarins. - Verði svo munu fréttir ábyggilega komast á kreik um vandræði af þeirra völdum. 

Reiknimiðstöðvar eru bæði ósammála innbyrðis og útbyrðis um framhaldið - þær spár sem berast um veður meira en 4 til 5 daga fram í tímann eru meira og minna út og suður og breytast frá einni spárunu til annarrar. 


Bloggfærslur 12. janúar 2017

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • w-blogg200324b
  • w-blogg200324a
  • Slide10
  • Slide9
  • Slide8

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 41
  • Sl. sólarhring: 74
  • Sl. viku: 439
  • Frá upphafi: 2343352

Annað

  • Innlit í dag: 35
  • Innlit sl. viku: 395
  • Gestir í dag: 33
  • IP-tölur í dag: 32

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband