Nálægt slæmu kuldakasti

Strax upp úr helgi virðist kuldafylla ætla að sturtast út úr Norðuríshafi og til suðurs fyrir austan Ísland. Vonandi fer hún að mestu leyti framhjá - því það eru óneitanlega mikil leiðindi af verulegu næturfrosti svona á miðju sumri. 

Tíu daga spá evrópureiknimiðstöðvarinnar sýnir þetta að nokkru - en smyr kuldakastið nokkuð út - fyllan fer hratt til suðurs - stendur vart lengi við á hverjum stað, en á að komast langt suður á meginland Evrópu.

w-blogg050816a

Jafnhæðarlínur 500 hPa-flatarins eru heildregnar, þykkt sýnd með strikalínum, en þykktarvikin með litum. Af þessu má ráða að reiknað er með hita í meðallagi þessa tíu daga (tekna saman) á Suðvesturlandi, en norðaustanlands verði hiti 1-2 stigum neðan meðallags í neðri hluta veðrahvolfs - og reyndar svipað niður í mannheimum.

En eins og sjá má er miklum hlýindum spáð vestan Grænlands, meir en 5 stigum ofan meðallags þar sem mest yrði.

En við vonum það besta.  


Bloggfærslur 5. ágúst 2016

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • w-blogg230424
  • Slide10
  • Slide8
  • Slide6
  • Slide5

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 242
  • Sl. sólarhring: 399
  • Sl. viku: 1558
  • Frá upphafi: 2350027

Annað

  • Innlit í dag: 215
  • Innlit sl. viku: 1418
  • Gestir í dag: 212
  • IP-tölur í dag: 206

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband