Lofthiti, sjávarhiti

Hér viđ land er sjávarhiti ađ međaltali hćrri en lofthiti mestallt áriđ. Ađ sjálfsögđu bregđur mjög út af einstaka daga og um skamma hríđ yfir hásumariđ er sjórinn viđ landiđ víđast hvar kaldari en loftiđ yfir honum og talsvert kaldari heldur en síđdegishiti inni í sveitum. Ţetta kaldsjávartímabil er ţó mislangt eftir landshlutum auk ţess sem breytileiki er nokkur frá ári til árs.

Í síđustu pistlum var lítillega fjallađ um langtímabreytingar sjávarhita hér viđ land. Nú skulum viđ kanna hvernig sjávarhiti og lofthiti hafa fylgst ađ viđ Norđurland síđan um 1880.

Fyrst er mynd sem sýnir ársmeđalhita í Grímsey aftur til 1874. 

w-blogg240716d

Eins og venjulega sýnir lárétti ásinn árin, en sá lóđrétti hitann. Nćrri 6 stiga munur er á međalhita kaldasta og hlýjasta ársins og sé leitni reiknuđ kemur í ljós ađ ársmeđalhiti í Grímsey virđist hafa hćkkađ um nćrri 2 stig á tímabilinu. 

Breytileikinn á 19. öld er eftirtektarverđur og sömuleiđis virđist greinilegt ađ breytileiki frá ári til árs er mun meiri á köldum heldur en hlýjum skeiđum. 

Eins og fram kom í fyrri pistli hefur sjávarhitinn ekki hćkkađ alveg jafnmikiđ. Síđari myndin sýnir mismun sjávarhita fyrir Norđurlandi og ársmeđalhita í Grímsey. 

w-blogg240716e

Ţađ er eftirtektarvert ađ munur á sjávar- og lofthita hefur fariđ minnkandi - hefur ađ jafnađi minnkađ í kringum 0,5 stig. Ársmeđaltal sjávarhitans er alltaf hćrra en lofthitans - hiđ ofurhlýja ár 2014 munađi ţó ekki nema 0,3 stigum. 

Af ţessu virđist mega ráđa ađ sjórinn mildar mjög veđurfar hér á landi - og ekki síst á kuldaskeiđum. Trúlega hefur ţađ alltaf veriđ ţannig. En viđ getum líka fariđ ađ velta okkur upp úr fleiru. - Kuldi á sér fleiri en eina ástćđu. Viđ gćtum gróflega talađ um ţrjár tegundir - ekki ţó alveg ótengdar - (i) almenna kulda, (ii) norđanáttarkulda, og (iii) hafískulda. Fjallađ hefur veriđ um kuldategundir ţessar áđur á hungurdiskum - og viđ teygjum ekki lopann frekar í ţessum pistli.

Svo er ţađ framtíđin? Ekkert vitum viđ um hana frekar en venjulega, en yrđi ţađ ekki ađ teljast töluverđ veđurfarsbreyting ef sjórinn fćri ađ halda hitanum á Íslandi niđri á ársgrundvelli (eins og viđ borđ lá í Grímsey 2014)? Hvers konar veđurlag yrđi ţađ eiginlega? 


Sjávarhiti viđ Suđvesturland (í gegnum tíđina)

Upplýsingar um sjávarhita viđ Suđvesturland eru enn götóttari en fyrir norđan. Ţó er til allgóđ röđ frá Vestmannaeyjum og nćr hún yfir tímabiliđ 1878 til 1964. Aftur var mćlt í Vestmannaeyjum frá 1998 - ađ minnsta kosti til 2010 - en ritstjóri hungurdiska hefur ekki séđ nýrri tölur ţađan. Einnig var alllengi mćlt í Grindavík og mćtti e.t.v. međ splćsingum ná saman eins konar suđurlandsröđ svipađ og ţeirri norđlensku. 

w-blogg240716b

Bláir ferlar sýna mćlingar í Vestmannaeyjum, en grćnir mćlingar úr Grindavík. Atburđir falla nokkuđ vel saman. Nokkru kaldara er lengst af í Grindavík - ţar gćtir landáhrifa meira heldur en í Vestmannaeyjum. Engar mćlingar voru í Vestmannaeyjum á kuldaskeiđinu á síđari hluta 20. aldar, en Grindavíkurmćlingarnar sýna vel hina míklu hlýnun sem átti sér stađ um aldamótin síđustu - rétt eins og fyrir norđan. Hér vantar međaltöl fyrir 2011 til 2015 - spurning hvađ ţá hefur gerst?

Á kalda tímanum fyrir 1920 eru sveiflur frá ári til árs ekki mjög miklar í Vestmannaeyjum - miklu, miklu minni heldur en fyrir norđan (sjá pistil gćrdagsins) - en ţađ vekur samt athygli ađ sveifla 10-ára međaltala kaldra og hlýrra skeiđa er samt ámóta mikil á báđum hafsvćđum, nćrri 1,5 stig. 

Fjögur ár, 1885 til 1888 (og reyndar 1892 líka), skera sig mjög úr fyrir kulda sakir í sjó viđ Vestmannaeyjar. Ţetta virđast vera ár hámarksútbreiđslu kaldsjávar viđ Ísland. Í júní 1888 fylti ís höfnina í Vestmannaeyjum. 

Myndin hér ađ neđan hafur reyndar sést á hungurdiskum áđur - 

w-blogg240716c


Sjávarhiti viđ Norđurland (í gegnum tíđina)

Ţađ er ekkert sérlega auđvelt ađ mćla sjávarhita viđ strendur landsins á áreiđanlegan hátt. Ţađ hefur samt veriđ reynt - en eyđur eru margar og óţćgilegar í gagnaröđunum. Einna skást langra rađa er talin gagnaröđ sem fyrir 10 árum var sođin saman úr mćlingum á norđlenskum veđurstöđvum og var fjallađ um í grein í tímaritinu Journal of Climate (sjá tilvísun neđst í pistlinum). Fleira má lesa um sjávarhitamćlingar gerđar viđ ströndina hér á landi í ritgerđ ritstjóra hungurdiska frá árinu 2003. Sú er ađgengileg á vef Veđurstofunnar - og var gerđ hennar ritstjóranum umtalsverđ heilsubót. 

En mćlingar hafa haldiđ áfram í Grímsey og viđ skulum nú líta á nýja mynd sem byggir á gögnum fengnum úr greininni áđurnefndu - og nýrri mćlingum.

w-blogg240716

Lárétti ásinn sýnir tímabil mćlinganna - síđasta áriđ er 2015. Lóđrétti ásinn sýnir ársmeđalsjávarhita (ţrep) ásamt 10- og 30-ára keđjum. Viđ könnumst viđ flesta meginviđburđi - tíminn fyrir 1920 er gríđarlega breytilegur - ađ nokkru má ráđa hafísmagn á hitanum. 

Hlýindin á árunum 1925 til 1964 er kannski tvískipt. Mestu hlýindin eru á árunum frá 1927 til 1941, en síđan slaknar ađeins á. Hlýtt er ţó fram til 1964, en ţá kólnađi mjög snögglega. Kuldinn varđ ţó aldrei eins mikill og mest varđ á kalda tímanum fyrir 1920. 

Áriđ 1995 var síđasta kalda áriđ í sjónum og eftir ţađ fór hlýnandi, hlýjast varđ 2003 og 2004. Ekkert lát er ađ sjá á hlýindunum - en ţó er varla hćgt ađ reikna međ ađ ţau haldist endalaust. Gríđarlegur hávađi er nú á norđurslóđum, ţađ gnístir í íshafinu og illmögulegt ađ segja fyrir um hvađa skilabođ munu berast ţađan á nćstu árum. 

Hlýindin sem fyrtu 4 ár mćlinganna sýna (1875 til 1878, lengst til vinstri á myndinni) vekja auđvitađ nokkra athygli - síđan er eyđa - sjávarhitamćlirinn brotnađi og langan tíma tók ađ fá nýjan frá Danmörku. Kalt var í sjó viđ Austurland ţessi ár og freistandi ađ telja gamla mćlinn í Grímsey einfaldlega vitlausan. En ađ henda mćlingum bara af ţví ađ ţćr falla ekki inn í eitthvađ sem búiđ er ađ ákveđa er varla gott. 

Viđ lítum e.t.v. á fleiri sjávarhitalínurit síđar.

Greinin sem vísađ er í:

Hanna, E., Jónsson T., Ólafsson, J. and Valdimarsson (2006): H. Icelandic coastal sea-surface temperature records constructed: putting the pulse on air-sea-climate interactions in the northern North Atlantic. Part I: Comparison with HadISST1 open ocean surface temperatures and preliminary analysis of long-term patterns and anomalies of SSTs around Iceland , J. Climate 19, pp. 5652–5666


Bloggfćrslur 24. júlí 2016

Um bloggiđ

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veđurfrćđingur og áhugamađur um veđur.

Fćrsluflokkar

Apríl 2024
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • w-blogg160424b
  • w-blogg160424a
  • w-blogg120424c
  • w-blogg120424b
  • w-blogg120424a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 5
  • Sl. sólarhring: 111
  • Sl. viku: 1496
  • Frá upphafi: 2348741

Annađ

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 1302
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband