Halda hlýindi áfram?

Reiknimiðstöðvar eru ekki alveg sammála um svarið. Í augnablikinu (á þriðjudegi) sleppir bandaríska veðurstofan nokkrum kulda suður um landið í kringum helgina - en hjá evrópureiknimiðstöðinni halda hlýindin betur. Útgáfu hennar má sjá hér að neðan.

w-blogg070616a

Jafnhæðarlinur eru heildregnar og sýna að að hæðarhryggur á að vera viðloðandi landið. Honum fylgir hlýtt loft - reyndar mjög hlýtt. Þykktarvik eru sýnd í lit en þykktin mælir hita í neðri hluta veðrahvolfs. Sá hiti skilar sér reyndar sjaldnast til jarðar nema í stríðum vindi - en vikin eru þó góð vísbending. 

Við landið er þykktarvikið um 60 metrar - það þýðir að þess er vænst að hiti í neðri hluta veðrahvolfs sé um 3 stig ofan meðallags - það er býsna mikið á þessum tíma árs í þriðjung úr mánuði. - Slíkt heldur vart til mikillar lengdar. 

Annað er uppi á teningnum þessa dagana í norðan- og austanverðri Skandinavíu þar sem mikið kuldakast er um það bil að hefjast. Þar mun næstu daga snjóa á fjallvegum - og jafnvel niður í sveitir. En heimamenn þar um slóðir eru reyndar öllu vanir. 

Það hefur aðeins þrisvar gerst að landsmeðalhiti júnímánaðar hefur verið meir en 2 stig ofan meðallags áranna 1931-2010. Það var 2014, 1933 og 1871. Meðaltalið frá 1871 er þó í talsverðri óvissu - en hlýtt var þó í veðri. Blaðið Norðanfari á Akureyri segir t.d. 22. júní 1871: „Síðan eptir miðjann f. m. hefir veðuráttan verið hjer hverjum deginum betri og hagstæðari, með hitum og nokkrum sinnum úrkomu, svo horfur á grasvexti eru þegar orðnar hinar beztu . 8 þ. m. [júní] var hitinn 37 stig á R móti sól, 20 forsælunni og 14 um háttatíma.“ - Við tökum mælingar móti sól ekki alvarlega - en kannski 20 stigin í forsælunni [25°C} og 14 stigin [17,5°C} líka. 


Bloggfærslur 7. júní 2016

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • w-blogg160424b
  • w-blogg160424a
  • w-blogg120424c
  • w-blogg120424b
  • w-blogg120424a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 7
  • Sl. sólarhring: 108
  • Sl. viku: 1498
  • Frá upphafi: 2348743

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 1304
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband