Reykurinn frá Kanada

Eldarnir í Kanada vekja mikla athygli og mun reykjaslóðans frá þeim trúlega um síðir verða vart hér á landi - það er vaninn þegar miklir eldar brenna þar vestra. En sem stendur er hringrás lofthjúpsins mjög lengdarbundin sem kallað er á svæðinu milli eldanna og okkar. Það þýðir að reykjarslóðinn sveiflast frekar norður og suður (eins og lengdarbaugar) heldur en að hann haldi aðallega í stefnu til austurs - eins og algengast er.

Ýmsir aðilar reyna að mæla slóðann og spá fyrir um ferðir hans næstu daga. Þar á meðal er evrópskt verkefni sem nefnist „Copernicus atmosphere monitoring service“, CAMS, notar spár evrópureiknimiðstöðvarinnar og mælingar gervihnatta. 

Spár eru svo birtar um „lýsiþykkt“ (optical depth) - reynt er að greina á milli uppruna mengunar - lífefnaösku (biomass burning), sjávarseltu, ryks og súlfata. Ekki gott að segja hvernig það tekst - eða hver áreiðanleikinn er.

En lítum á spá um lýsiþykktarauka vegna lífefnaösku yfir Norður-Ameríku á morgun (mánudag 9. maí). Því meiri sem lýsiþykktin er því meiri er mengunin. 

w-blogg090516a

Kortið sýnir norðurhvel mestallt - örvar benda á kanadaelda og Ísland. Eldar virðast einnig í gangi á fleiri en einum stað í Austur-Asíu og sömuleiðis í Miðameríku. Eins og sagði í upphafi pistilsins er líklegt að um síðir muni eitthvað af reyknum að vestan berast til okkar - það sést þá á sólinni og fróðlegt að fylgjast með því ef af verður (sem aldrei er víst). Spá þeirra CAMS-liða nær mest 5 daga fram í tímann - og sé hún rétt verður reykurinn þá enn ekki kominn hingað. 


Bloggfærslur 9. maí 2016

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • w-blogg160424b
  • w-blogg160424a
  • w-blogg120424c
  • w-blogg120424b
  • w-blogg120424a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.4.): 414
  • Sl. sólarhring: 418
  • Sl. viku: 2193
  • Frá upphafi: 2347927

Annað

  • Innlit í dag: 367
  • Innlit sl. viku: 1899
  • Gestir í dag: 347
  • IP-tölur í dag: 337

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband