Vestanáttarhrinusumur - fer ţeim fćkkandi?

Fyrirsögnin er svona mátulega óskiljanleg - langa orđiđ hefur ábyggilega aldrei sést áđur á „prenti“ - og á sér varla langra lífdaga auđiđ. - En ţeir sem grúfa sig ofan í veđur- og veđurlýsingar ćttu nú samt ađ átta sig nokkurn veginn á merkingunni. 

Rigningasumur á Íslandi eru ekki öll sama kyns - ţau sem plaga menn eystra eru gjörólík ţeim sem íbúar suđvesturhluta landsins óttast mest. - En sum rigningasumur einkennast af stöđugum lćgđagangi. Ritstjóri hungurdiska leitar leiđa til ađ finna lćgđagöngumánuđi (og árstíđir) á einfaldan hátt og byggist ein ţeirra á ţrýstióróavísi sem hann hefur komiđ sér upp. Mćlir sá breytileika loftţrýstings frá degi til dags. 

Hér verđur litiđ á ţennan óróavísi og hvernig hann hefur hegđađ sér ađ sumarlagi í nćrri ţví 200 ár. Reiknađ er međaltal mánađanna ţriggja, júní, júlí og ágúst og verđur ađ hafa í huga ađ mjög hár vísir í einum ţeirra getur sett svip sinn á allt sumariđ - jafnvel ţótt lćgđagangur hafi veriđ lítill - og veđur ef til viđ hiđ besta í hinum tveimur. Viđ gćtum síđar litiđ á einstaka mánuđi. 

Fyrsta mynd dagsins sýnir vísinn.

w-blogg250516a

Lárétti ásinn sýnir árin - 1822 er ţađ fyrsta, en 2015 ţađ síđasta. Lóđrétti ásinn sýnir svo stćrđ vísisins, ţví stćrri sem hann er ţví órólegri hefur loftţrýstingurinn veriđ.

Heldur er myndin skipulagslítil. Ártöl hafa veriđ sett á stangli inn á viđeigandi stöđum. Órólegast allra sumra er hiđ illrćmda 1983 - hefur ekkert komist nćrri ţví síđan. Almennt liggur óróleikinn fremur hátt í myndinni síđustu tvo áratugi 20. aldarinnar - en sveigir síđan skarpt niđur á ţeirri nýju. 

Ţá stađreynd skulum viđ nota okkur til lćrdóms. Ef mćliröđin nćđi ađeins aftur til t.d. 1970 yrđi niđursveigurinn mjög áberandi - og ţar međ yrđi verulega freistandi ađ tengja hann veđurfarsbreytingum af völdum vaxandi gróđurhúsaáhrifa. - Og auđvitađ erum viđ stöđugt ađ verđa vitni af ámóta tengingum stuttra gagnarađa viđ „afmannavöldum“. 

Í ţessu tilviki er ţessi ályktanagleđi sérlega „viđeigandi“ - vegna ţess ađ ţetta er einmitt ţađ sem búast má viđ, hlýni meira á norđurslóđum heldur en sunnar - einmitt ţađ sem hefur veriđ ađ gerast. En - 

En, jú, ţessi niđursveifla er međ mesta móti, sú mesta síđan á ţriđja áratugnum (ţá hlýnađi reyndar líka meira á norđurslóđum heldur en sunnar), en - já meira en, - heildarleitnin (sem ţó er ekki marktćk - bláa línan sýnir hana) er jákvćđ. Fyrir 10 árum eđa svo hefđi sama ályktanagleđi auđvitađ fullyrt ađ hrinusumrum fćri fjölgandi - og ţađ af völdum vaxandi gróđurhúsaáhrifa - nema hvađ?

Um vestanáttina sjálfa höfum viđ ekki svona áreiđanlegar upplýsingar nema rétt aftur fyrir 1950. Endurgreiningar ná til eldri tíma - en eru óáreiđanlegar, vonandi batnandi, en samt skulum viđ ekki taka mikiđ mark á í ţessu samhengi.

Nćsta mynd sýnir sumarvestanáttina yfir Íslandi. Tímabiliđ fyrir 1945 er fyrst og fremst međ til ađ gera myndina ásjálegri - 

w-blogg250516b

Sumariđ 1983 sker sig aldeilis úr - en viđ sjáum líka ađ botninn virđist alveg vera ađ fara úr vestanáttinni. Austanátt er ríkjandi í háloftunum fari gildiđ niđur fyrir núll - ţađ gerđist 1950 (mjög áreiđanlegt) - en frá og međ 2007 hefur hvađ eftir legiđ viđ borđ ađ vestanáttin hyrfi - og međaltal síđasta sumars (2015) var sérlega lágt. 

Vestanáttin hefur veriđ sérlega lin á sumrin upp á síđkastiđ - rétt ađ 2013 nćđi „eđlilegu“ máli. Er ţetta bara í lagi? 

Ekki er alveg létt ađ bera óróleikavísinn og vestanáttina saman á ţessum myndum ţannig ađ viđ lítum á eina enn - ţar sem ţeim er stillt saman.

w-blogg250516c

Myndin batnar sé hún stćkkuđ - auk ţess er skárra afrit í viđhengi. Lárétti ásinn sýnir sumarmeđaltal ţrýstióróans, en sá lárétti vestanáttina. Viđ sjáum ađ býsnamikiđ samhengi er á milli (alla vega ţćtti dulvísindamönnum ţađ). Austanáttarsumrin 1950 og 2015 skera sig ţó nokkuđ úr - og sömuleiđis 2008 - sem var í vestanáttarnúlli. - Greinlega er nokkur lćgđagangur í austanáttinni líka. 

Innfellda myndin sýnir 10-ára keđjumeđaltöl óróleikans og vestanáttarinnar á sama tímabili. - Reynt er til hins ítrasta ađ fella ferlana saman (án ţess ţó ađ svindla beinlínis). Viđ sjáum hér vestanáttarhrinusumrahámark á árabilinu 1970 til 1990 falla saman viđ óróleikahámark sama tíma - en lágmörk eru til beggja handa - síđasti áratugurinn er sérlega vestanáttalinur.

Ćtli sé ekki kominn tími á nýja hrinuáratugi - međ 5 til 8 suđvestanlandsrigningasumrum af hverjum tíu? Nema ađ ţađ sé eitthvađ til í ţessu međ „afmannavöldum“? Trú eđa vantrú? 


Skrár tengdar ţessari bloggfćrslu:

Bloggfćrslur 25. maí 2016

Um bloggiđ

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veđurfrćđingur og áhugamađur um veđur.

Fćrsluflokkar

Apríl 2024
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • w-blogg230424
  • Slide10
  • Slide8
  • Slide6
  • Slide5

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 21
  • Sl. sólarhring: 221
  • Sl. viku: 1337
  • Frá upphafi: 2349806

Annađ

  • Innlit í dag: 15
  • Innlit sl. viku: 1218
  • Gestir í dag: 15
  • IP-tölur í dag: 14

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband