Fyrstu 20 dagar maímánaðar 2016

Lítum á stöðu meðaltala eftir 20. fyrstu daga mánaðarins. Efri hluti töflunnar miðar við 1961 til 1990, en sá neðri við síðustu tíu ár.

1. til 20. maí 2016        
1961-1990mhitivikúrk(mm)prósentþrýstingurviksólskinvik
Reykjavík5,80,27,2231013,31,6104,7-14,9
Stykkishólmur5,11,05,7241014,02,5  
Akureyri5,41,011,91101012,6-0,8  
Dalatangi3,91,254,991    
         
2006-2015mhitivikúrk(mm)prósentþrýstingurviksólskinvik
Reykjavík5,8-0,67,2251013,31,6104,7-52,4
Stykkishólmur5,1-0,15,7231014,01,0  
Akureyri5,40,311,9621012,6-0,9  
Dalatangi3,90,454,960    

Hitinn er rétt yfir meðallagi áranna 1961 til 1990, en rétt neðan meðallags síðustu tíu ára. Úrkoman er mjög lítil í Reykjavík og Stykkishólmi, aðeins fjórðungur meðalúrkomu, sama er hvort tímabilið er miðað við. Hún er líka vel undir meðallagi síðustu tíu ára á Akureyri og Dalatanga (um 60 prósent) - en nærri meðallagi 1961-1990 - maímánuðir síðustu tíu ára virðast hafa verið fremur úrkomusamir norðaustan- og austanlands miðað við það sem var á fyrra (og lengra) tímabilinu. 

Þrýstingurinn er ekki fjarri meðallagi - þarf að líta betur á þrýstinginn eystra (ekki sýndur). Sólskinsstundir í Reykjavík eru færri en í meðalári - sérstaklega sé miðað við síðustu tíu árin. 

Úrkoma til og með 20. maí - minni en áður hefur mælst á sama tíma
     
úrk (mm)eldra áreldra metbyrjarnafn
5,719956,41988Stafholtsey
9,8201212,41995Hítardalur
10,2200716,51997Bláfeldur
4,719688,41978Vatnsskarðshólar
     
7,219979,81990Hjarðarland
5,1201210,31972Írafoss
6,4200510,11995Vogsósar

Á nokkrum stöðvum er úrkoma nú minni en áður hefur mælst sömu daga í maí og sýnir taflan hvaða stöðvar þetta eru. - Rétt að taka fram að líka er leitað að lægri tölum á Loftsölum í Mýrdal - þar var athugað áður en byrjað var í Vatnsskarðshólum 1977 - næst kemst maí 1968 með 8,4 mm þar. 

Mjög lítil úrkoma hefur mælst í Vestmannaeyjum (sjálfvirkar athuganir) - kannski minni en áður hefur fallið þar í maí. En óttalegt ólag hefur verið á þeim mælingum - en svona er kostnaðarvæðingin - algjörlega miskunnarlaus - og stoðar lítt að kveina. Vonandi að eitthvað hressist - en götin eru afleit og æpandi á stað þar sem mælt hefur verið í hátt í 140 ár. 

En þurrkurinn er sum sé óvenjulegastur á syðstu veðurstöðvum landsins - ekki hefur verið lengi mælt í Önundarhorni og í Drangshlíðardal undir Eyjafjöllum - en þar er úrkoma nú minni en 3 mm það sem af er mánuði. - Ákveðið áhyggjuefni fyrir gróður, hlýtur að vera. - Nyrðra er blautara. 

Sjálfvirkar mælingar hafa almennt gengið heldur betur á Siglufirði - alla vega á rigningarhluta ársins. Þar hafa nú komið 152,3 mm í mælinn - og 92,2 mm hafa mælst á Sauðanesvita. Á þremur stöðvum hefur úrkoma dagana 20 verið meiri en áður er þekkt sömu daga mánaðarins. Það er í Bolungarvík, Hnífsdal og á Ásbjarnarstöðum á Vatnsnesi. - Minnugir lesendur hungurdiska muna e.t.v. að evrópureiknimiðstöðin varaði sérstaklega við mikilli úrkomu á þessum slóðum um daginn - réttilega - kom á daginn. 


Bloggfærslur 21. maí 2016

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • w-blogg230424
  • Slide10
  • Slide8
  • Slide6
  • Slide5

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 342
  • Sl. sólarhring: 355
  • Sl. viku: 1916
  • Frá upphafi: 2350543

Annað

  • Innlit í dag: 259
  • Innlit sl. viku: 1708
  • Gestir í dag: 245
  • IP-tölur í dag: 244

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband