Mildari svipur á norðurslóðum en í fyrra

Talsvert mildari svipur er nú á norðurslóðum heldur en var í fyrra - og reyndar alveg síðan á sama tíma árið 2012. Við skulum til gamans líta á tvö háloftakort - annað frá því nú og hitt sama dag 2015. Kortin eru úr greiningu bandarísku veðurstofunnar.

w-blogg180516a

Heildregnar línur sýna hæð 500 hPa-flatarins - en litir þykktina en hún mælir hita í neðri hluta veðrahvolfs. Það er býsna kalt við Ísland - ekki hættulega samt - og enn kaldara er fyrir norðaustan land þar sem þykktin er minni en 5160 metrar á nokkuð stóru svæði. - En við sjáum að jafnþykktar- og jafnhæðarlínur eru ekki mjög misgengar þannig að þetta versnar líklega ekki - en nokkuð langt er í hlýtt loft.

Þótt blái liturinn sé auðvitað áberandi á norðurslóðum eins og vera ber - er ekki tiltakanlega kalt yfir Íshafinu og í námunda við norðurskautið. Það sjáum við best af samanburði við stöðuna sama dag í fyrra.

w-blogg180516b

Þá var miklu kaldara á þessum slóðum og lægsta þykkt norðurhvels minni en 4980 metrar, að minnsta kosti 140 metrum, eða 7 stigum lægri en lægst er nú. Auk þess var almennt afl í kerfinu í fyrra miklu meira.

Einnig var kalt - þó ekki alveg eins og í fyrra bæði 2013 og 2014, en árið 2012 aftur á móti e.t.v. svipað og nú - það er að segja á norðurslóðum. Mesta frost sem mælst hefur hér á landi 17. maí mældist einmitt 2012, -16,6 stig (á Brúarjökli). Þannig hagaði til 2012 að býsna öflugur kuldapollur hafði sloppið út úr Íshafinu - og til okkar - og kuldinn þar hafði ekki byggst upp aftur. Þeir sem vilja rifja það upp geta gripið til gamalla hungurdiskapistla - þar með þess frá 15. maí 2012.

Við gerum auðvitað ekkert úr þessu - hér eru aðeins svipmyndir af einum degi í nokkur ár - segja einar og sér ekkert um framhald vors og sumars. 


Bloggfærslur 17. maí 2016

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • w-blogg230424
  • Slide10
  • Slide8
  • Slide6
  • Slide5

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 5
  • Sl. sólarhring: 412
  • Sl. viku: 1579
  • Frá upphafi: 2350206

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 1453
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband