Hlý sunnanátt

Nú er gríđarlega öflugt háţrýstisvćđi yfir Skandinavíu - dönsku og sćnsku októberháţrýstimetin ţegar fallin og óljósar fregnir berast einnig af mánađarháţrýstimeti í Noregi. Danska metiđ var frá 1877 og ţađ sćnska frá 1896. Ađeins örfáir dagar eru síđan síđan svíar mćldu nćstlćgsta septembersjávarmálsţrýsting ţar í landi. 

Hér á landi er mikil sunnanátt vestan viđ hćđina - og hlýindi. Í dag er líka mjög kröpp lćgđ suđvestur í hafi og mun hvessa af hennar völdum á morgun - miđvikudag. Lćgđin er mjög fagurlega sköpuđ eins og sjá má á hitamynd sem tekin er nú í kvöld (ţriđjudag 4. október).

w-blogg051016a

Hér er lćgđin um ţađ bil búin ađ ná fullum ţroska - allt óvenjuhreinlegt á ţessari mynd - og mćtti margt um smáatriđin segja. Nú er mikill kraftur í lćgđinni - en viđ sleppum vonandi til ţess ađ gera vel. 

w-blogg051016b

Kortiđ hér ađ ofan gildir á um ţađ bil sama tíma og myndin sýnir. Ţar má sjá sjávarmálsţrýsting heildreginn - ţrýstingur í lćgđarmiđju virđist vera í kringum 955 hPa. Litirnir sýna ţrýstibreytingu síđustu 3 klukkustundir og sprengir bćđi fall og ris litakvarđann - risiđ er 23,2 hPa ţar sem mest er, en falliđ -18,0.

Grćna örin bendir á hlýja loftiđ sem fylgir hvíta skýjagöndlinum. Ţar er ţykktin meiri en 5220 metrar - ekkert met í október - en samt mikiđ - komist loftiđ hingađ til lands eins og spáđ er. - Ţađ gefur aftur möguleika á ađ hiti nái 20 stigum á sérvöldum stöđvum norđan- og norđaustanlands - ţar sem há fjöll eru nćrri og vindur stríđur. 

Ţessi hái hiti sést vel á spákorti sem gildir annađ kvöld (kl. 21 miđvikudag 5. október). 

w-blogg051016c

Hér hefur lćgđin grynnst upp í um 968 hPa - og vindur heldur slaknađ. Litirnir sýna mćttishita í 850 hPa. Mćttishitinn sýnir hversu hlýtt loft yrđi vćri ţađ dregiđ niđur í 1000 hPa. Sjá má bletti yfir Norđur- og Norđausturlandi ţar sem hann er yfir 20 stig.

Ţađ er kannski heldur á móti líkum ađ svo hlýtt verđi á hitamćlum - en aldrei ađ vita. Landsdćgurmetin ţessa dagana eru í kringum 20 stig - kannski tćplega ađ eitthvert ţeirra falli - en hitamet októbermánađar fellur ţó nćr örugglega ekki, ţađ er 23,5 stig.  

Ţótt svona hćđir flytji okkur hlýindi (eđa öfugt - sunnanáttin býr til hćđirnar - velja má sjónarhorn) eru ţćr líka varasamar. Mikil röskun á eđlilegri hringrás vestanvindanna er óţćgileg - stöku sinnum langvinn - og trúlegt ađ reynsla af henni sé ađ baki hinni landlćgu trú kynslóđanna ađ ţađ hefnist fyrir blíđuna. 


Bloggfćrslur 4. október 2016

Um bloggiđ

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veđurfrćđingur og áhugamađur um veđur.

Fćrsluflokkar

Apríl 2024
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • w-blogg230424
  • Slide10
  • Slide8
  • Slide6
  • Slide5

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 61
  • Sl. sólarhring: 251
  • Sl. viku: 1377
  • Frá upphafi: 2349846

Annađ

  • Innlit í dag: 51
  • Innlit sl. viku: 1254
  • Gestir í dag: 51
  • IP-tölur í dag: 50

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband