Sýndarlćgđ (?) fer hratt yfir landiđ

Ef til vill vafasamt orđ „sýndarlćgđ“, en eitthvađ verđur ađ nota yfir eitthvađ sem lítur út eins og lćgđasveipur - er ţađ ekki (?) - en er ţađ samt. Modis-mynd frá ţví um kl.14 í dag (fimmtudag 20. október) sýnir sveipinn vel.

w-blogg211016a

Hér er sýndarlćgđin yfir Norđausturlandi, en kom upp ađ landinu milli kl. 10 og 11 í morgun, og var komin norđur af skömmu eftir ađ myndin var tekin. Lesendur eru hvattir til ađ stćkka myndina. Suđsuđvestanátt var ríkjandi í öllum hćđum (suđlćgari ţó viđ jörđ vegna núnings) og bjó hún til bylgjuskýin sem eru greinileg alls stađar í viđ fjöll og í „skjóli“ ţeirra. Ţessi lćgri ský vita ekkert af sveipnum fyrir ofan. Háskýin eru mest yfir Vatnajökli og mynda gríđarmikinn skugga langt norđur á Ódáđahraun. 

Sveipir sem ţessir sjást margir hverjir nćsta vel á vatnsgufumyndum - og ţessi sérlega vel.

w-blogg211016b

Vatnsgufumynd ţessi er tekin kl.9 í morgun ţegar sveipurinn var rétt sunnan viđ land. Hann kemur fram sem svartur blettur - ţar ţrengir mjög ţurrt loft sér niđur úr heiđhvolfi. Yfir landinu, norđan jökla, er mikiđ straumstökk sem sést sem skörp hvít brún - (svart) niđurstreymi er sunnan stökksins, en í ţví rís loft ađ neđan (rakt) upp í samfelldum vegg allt upp undir veđrahvörf - og kembir svo norđur af í enn meiri vindi. 

Ţegar sveipurinn kom inn yfir landiđ hreinsađi hann stökkstrókinn alveg burt. Á međan ţessi atburđarás átti sér stađ urđu miklar sveiflur í loftţrýstingi á hálendisstöđvunum norđan jökla - en sýndarlćgđarinnar varđ lítt sem ekki vart. 

Kemur nú ađ ţví sem illa sést - en sést samt ef vitađ er ađ hverju er veriđ ađ leita. 

w-blogg211016c

Horfum ađeins á ţetta kort. Ţađ sýnir hćđ 300 hPa-flatarins á hádegi í dag - landiđ er á miđri mynd. Einnig má sjá vind (hefđbundnar vindörvar) og hita (litir). Örin bendir á miđju sýndarlćgđarinnar. Ţar um kring er vindur mun minni en austan og vestan viđ - ekki nema um 15 m/s. Vindátt er svipuđ yfir landinu öllu. Viđ vitum (af myndunum) ađ hrađi sveipsins var um 20 m/s (70 km/klst). Ef viđ nú drögum hreyfihrađa hans (og stefnu) frá öllum vindörvum í kringum landiđ kemur í ljós ađ frá sveipnum séđ er norđanátt vestan hans - en sunnanátt austan viđ. Sveipurinn heldur ađ hann sé raunveruleg lćgđ og sýnir sig sem slíka. 

Ţessi sýndarlćgđ var háloftafyrirbrigđi fyrst og fremst - en ámóta „lćgđir“ geta sýnt sig í öllum flötum - og hungurdiskar hafa nokkrum sinnum sýnt kort og/eđa myndir af ţeim. Ţađ er t.d. furđualgengt ađ svona „lćgđir“ komi ađ landinu úr norđaustri - norđaustanátt allt um kring - en afhjúpi hringrás sína sé hreyfistefna og hrađi dregin frá. 

Hvađ á ađ kalla lćgđ sem hefur enga ţrýstimiđju - en samt eđlilega lćgđarhringrás? Ritstjórinn kýs hér orđiđ sem notađ hefur veriđ, „sýndarlćgđ“ - ţó nokkuđ tilgerđarlegt sé. 


Bloggfćrslur 20. október 2016

Um bloggiđ

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veđurfrćđingur og áhugamađur um veđur.

Fćrsluflokkar

Apríl 2024
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Slide10
  • Slide8
  • Slide6
  • Slide5
  • Slide4

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.4.): 46
  • Sl. sólarhring: 124
  • Sl. viku: 1670
  • Frá upphafi: 2349630

Annađ

  • Innlit í dag: 41
  • Innlit sl. viku: 1512
  • Gestir í dag: 41
  • IP-tölur í dag: 39

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband